Innlent

Kjartan Magnússon stjórnarformaður REI

Kjartan Magnússon.
Kjartan Magnússon.

Kjartan Magnússon var kjörinn formaður stjórnar REI á hluthafafundi félagsins í dag. Auk hans var Ásta Þorleifsdóttir kjörin í stjórn. Minnihluta borgarstjórar Reykjavíkur stendur til boða að tilnefna fulltrúa í stjórnina en það hefur ekki enn verið gert. Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, skipar stjórnarsætið þar til tilnefning liggur fyrir.

„Það er mikil vinna framundan við að móta stefnu fyrirtækisins. Það hefur verið í óvissu síðan í haust og þann tíma sem Tjarnarkvartettinn var við stjórn gerðist mjög lítið. Nú þarf að móta stefnuna að nýju," segir Kjartan. Hann segir að ræða þurfi ítarlega með hvaða hætti staðið verði að þeim verkefnum og fjárfestingum sem framundan eru hjá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×