Innlent

Óumflýjanlegt að tilkynna um afnám stimpilgjalda

MYND/Pjetur

Það var óumflýjanlegt að tilkynna um afnám stimpilgjalda við kaup á fyrstu íbúð áður en það kemst til framkvæmda, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ,þó að það þýði að sumir bíði með sín fyrstu íbúðakaup á meðan.

Ríkisstjórnin lýsti því yfir í tengslum við kjarasamningana að stimpilgjöld á lánum vegna kaupa fólks á sinni fyrstu íbúð. Það á að gerast á þessu vorþingi, en nú er febrúar og þingið stendur fram í maí. Á meðan má gera ráð fyrir allmargir bíði með að kaupa sína fyrstu íbúð enda eru stimpilgjöldin drjúg upphæð.

Aðspurður hvenær stimpilgjöldin verði felld niður segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra að verið sé að útfæra einstök atriði frumvarpsins en það eigi eftir að festa endanlega dagsetningu.

Aðspurður hvort ekki sé varhugavert að gefa svona út áður en það er tekið framkvæmda í ljósi þess að fólk, sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, haldi að sér höndum segir Björgvin að fólk haldi hvort eð er að sér höndum vegna stöðunnar á lánamörkuðum. Auðvitað bíði margir eftir dagsetningunni en það hafi verið óumflýjanlegt að slíkur biðtími kæmi upp. Þessi tiltekna aðgerð komi inn á vorþing og það taki nokkrar vikur að vinna úr málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×