Innlent

Líst vel á Ban Ki-moon

Ingibjörg Sólrún, utanríkisráðherra hitti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.
Ingibjörg Sólrún, utanríkisráðherra hitti framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.

„Mér líst vel á Ban Ki-moon og hef fulla trú á því að hann láti verkin tala í þeim málum sem hann hefur gert að sínum, loftslagsbreytingum og ofbeldi gegn konum," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra að loknum fundi sínum með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær.

Ingibjörg kvað merkilegt hve mikill samhljómur hefði verið í áherslum framkvæmdastjórans og hennar. Kom þeim vel saman og fundurinn, sem átti að vara í tuttugu mínútur, stóð yfir í fimmtíu mínútur. Meðal annarra umræðuefna var hlutur kvenna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og jarðvarmanýting Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×