Innlent

Leitað að Piper-vél fram í myrkur

Flugvélin sem leitað er að sést hér fremst á myndinni.
Flugvélin sem leitað er að sést hér fremst á myndinni. MYND/Eggert Nordahl

Leitað verður að bandarísku Piper Cherokee flugvélinni, sem hvarf af ratsjám fyrir austan land í gær, fram í myrkur.

Fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar að leitin hafi enn ekki skilað neinum árangri. Varðskip hefur verið við leit á svæðinu frá því í gær ásamt Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar sem fór til leitar í birtingu.

Aðstæður til leitar eru afar erfiðar, vindur er 25-35 metrar á sekúndu og 8 til 12 metra ölduhæð og gengur á með dimmum éljum. Eins og fram hefur komið var Bandaríkjamaður einn í vélinni en leitin að honum hefur einnig verið árangurslaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×