Hrafn óttast að flokkseigendafélagið ræni nú öllu lauslegu á Kúbu Andri Ólafsson skrifar 19. febrúar 2008 15:11 Hrafn Gunnlaugsson "Kúba hefur verið lögregluríki og Fidel orðið æ meiri harðstjóri með árunum," segir Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri. Hrafn hefur dvalið á Kúbu löngum stundum og á þar vini og vandamenn. Þá er barnsmóðir Hrafns og fjölskylda hennar frá Kúbu. "Stéttaskipting er mikil, þau rúmu 8% sem eru í kommúnistaflokknum, búa við forréttindi, en almenningur lifir við skort á flestum sviðum. Í seinni tíð hafa nær allir bestu læknar landsins verið fluttir til Venesúela og annara Suður-Ameríkuríkja í áróðurskini, svo heilbrigðiskerfið heima fyrir er í rúst. Þjóðfélagið er að hruni komið innan frá," segir Hrafn. Hrafn óttast að flokkseigendafélagið ræni nú öllu lauslegu eins og gerðist í Rússlandi og öðrum kommúnistaríkjum, og úr verði mafía sem byggi á hinni hötuðu leynilögreglu Fidels. "Kúba hefur verið land óttans og niðurlægingarinnar, en sjálfir eru Kúbverjar glatt og gestrisið fólk. Kúba sem land er einn yndislegasti staður á jörðu. Ég á marga góða vini á Kúbu og þeirra vegna vona ég að þetta rætist ekki, og að þjóðin finni sér hægfara og farsæla leið til aukins lýðræðis." Hrafn segir að versta staðan sem upp gæti komið sé blóðug átök um hver eigi í raun og rétti hús og fasteignir á Kúbu sem nú eru allar á hendi stjórnarinnar. "En í ýmsum löndum svo sem í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó og á Kanaríeyjum býr svo fjöldi útlægra Kúbana sem býður þess eins að komast heim og krefjast eigna sinna. Hvernig brugðist verður við þeim kröfum getur ráðið miklu um hvort til blóðugra átaka kemur," segir Hrafn að lokum. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
"Kúba hefur verið lögregluríki og Fidel orðið æ meiri harðstjóri með árunum," segir Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri. Hrafn hefur dvalið á Kúbu löngum stundum og á þar vini og vandamenn. Þá er barnsmóðir Hrafns og fjölskylda hennar frá Kúbu. "Stéttaskipting er mikil, þau rúmu 8% sem eru í kommúnistaflokknum, búa við forréttindi, en almenningur lifir við skort á flestum sviðum. Í seinni tíð hafa nær allir bestu læknar landsins verið fluttir til Venesúela og annara Suður-Ameríkuríkja í áróðurskini, svo heilbrigðiskerfið heima fyrir er í rúst. Þjóðfélagið er að hruni komið innan frá," segir Hrafn. Hrafn óttast að flokkseigendafélagið ræni nú öllu lauslegu eins og gerðist í Rússlandi og öðrum kommúnistaríkjum, og úr verði mafía sem byggi á hinni hötuðu leynilögreglu Fidels. "Kúba hefur verið land óttans og niðurlægingarinnar, en sjálfir eru Kúbverjar glatt og gestrisið fólk. Kúba sem land er einn yndislegasti staður á jörðu. Ég á marga góða vini á Kúbu og þeirra vegna vona ég að þetta rætist ekki, og að þjóðin finni sér hægfara og farsæla leið til aukins lýðræðis." Hrafn segir að versta staðan sem upp gæti komið sé blóðug átök um hver eigi í raun og rétti hús og fasteignir á Kúbu sem nú eru allar á hendi stjórnarinnar. "En í ýmsum löndum svo sem í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó og á Kanaríeyjum býr svo fjöldi útlægra Kúbana sem býður þess eins að komast heim og krefjast eigna sinna. Hvernig brugðist verður við þeim kröfum getur ráðið miklu um hvort til blóðugra átaka kemur," segir Hrafn að lokum.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira