Innlent

Tilgangslaus fundur með ríkisstjórninni

MYND/Vilhelm

„Ráðherrarnir létu eins og þeir hefðu aldrei fengið þessar tillögur okkar," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, eftir fund með ríkisstjórninni í morgun.

Ríkisstjórnin fundaði með forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar og segir Guðmundur ekkert hafa gerst á fundinum. Hann segir ráðherrana hafa fengið tillögur frá verkalýðshreyfingunni þann 12. desember en það virðist ekki hafa skipt neinu máli.

„Þeir höfðu ekkert gert í málinu og þessi fundur var bara til þess að slátra þeirri vinnu sem hefur verið unnin undanfarna daga," segir Guðmundur ósáttur með fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×