Fótbolti

Kristján bestur hjá Brann sem tapaði fyrir Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn er hér í baráttu við Andy Johnson.
Kristján Örn er hér í baráttu við Andy Johnson. Nordic Photos / AFP

Everton vann Brann með tveimur mörkum í síðari hálfleik en Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn fyrir síðarnefnda liðið.

Þetta var sjötti sigur Everton í röð í Evrópukeppninni en þeir Leon Osman og varamaðurinn Victor Anichebe skoruðu mörk Everton.

Íslendingarnir komust vel frá sínu í leiknum en þeir Gylfi Einarsson og Ármann Smári Björnsson léku ekki með Brann í kvöld vegna meiðsla.

Samkvæmt einkunnum lesenda heimasíðu BBC þótti Kristján Örn Sigurðsson vera besti leikmaður Brann en hann var með 6,2 í einkunn að leik loknum. Ólafur Örn Bjarnason fékk 5,5 í einkunn.

Phil Jagielka þótti skara fram úr í liði Everton.

Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn fyrir Helsingborg sem tapaði fyrir PSV Eindhoven á útivelli. Timmy Simons og Danko Lazovic skoruðu mörk Hollendinganna í lokin.

Úrslit annarra leikja í kvöld:

Zenit St. Pétursborg - Villarreal 1-0

Galatasaray - Leverkusen 0-0

AEK - Getafe 1-1

Brann - Everton 0-2

Bremen - Braga 3-0

PSV Eindhoven - Helsingborg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×