Innlent

Fokker-vél farin til leitar að flugvél vestur af Reykjanesi

Þotan frá danska flughernum sem tekið hefur þátt í leitinni að flugmanninum sem saknað er.
Þotan frá danska flughernum sem tekið hefur þátt í leitinni að flugmanninum sem saknað er. MYND/Víkurfréttir

Verið er að búa Fokker-vél Landhelgisgæslunnar til leitar úr lofti að flugvélinni sem brotlenti vestur af Reykjanesi í gær.

Þota frá danska flughernum hóf leit klukkan átta í morgun og svo hafa varðskip og tveir togarar leitað í alla nótt án árangurs. Fimm björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar bíða í viðbragðsstöðu en leitarskil eru afleit.

Varðskip Landhelgisgæslunnar stýrir leit á svæðinu og samkvæmt tilkynningu frá Gæslunni er leitað eftir leitaráætlun sem gerð hefur verið eftir útreikningum sértæks leitarforrits sem tekur mið af væntanlegum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×