Vill breyta viðmiðunartíma vegna fæðingarorlofs 11. febrúar 2008 16:46 Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, lagði frumvarp á Alþingi í dag þar sem lagðar eru til breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Með frumvarpinu er meðal annars lagt til að viðmiðunartímabili við útreikning á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði verði breytt þannig að miðað verði við meðaltal heildarlauna foreldris yfir tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingardag barns í stað tveggja heilla tekjuára fyrir fæðingu barns í núverandi lögum. Síðarnefnda fyrirkomulagið hefur sætt allmikilli gagnrýni og hefur það meðal annars leitt til mikils ójafnræðis milli foreldra og getur munað allt að einu ári á viðmiðunartímabilinu. Áfram er gert ráð fyrir að hafi foreldri ekki verið á vinnumarkaði á öllu viðmiðunartímabilinu skuli miða við meðalheildarlaun þess fyrir það tímabil sem foreldri hefur verið á innlendum vinnumarkaði. Þar á meðal teljast tilteknar tímabundnar aðstæður sem hafa þótt jafnast á við þátttöku á vinnumarkaði, svo sem þegar foreldri er í orlofi eða námsleyfi, fæðingarorlofi, tímabundið án atvinnu og hefur sótt um greiðslur innan atvinnuleysistryggingakerfisins eða er óvinnufært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss. Lagt er til að eftirlit með framkvæmd laganna verði fært frá skattyfirvöldum til Vinnumálastofnunar en áfram er lögð áhersla á nána samvinnu milli Vinnumálastofnunar og skattyfirvalda. Einkum er átt við að fylgst verði með því að foreldrar leggi sannanlega niður störf í fæðingarorlofi og að þeir hagnist ekki á greiðslum úr sjóðnum þannig að um viðbót sé að ræða við tekjur þeirra fyrir sama tímabil. Þá er í frumvarpinu lagt til að forsjárlausir foreldrar öðlist rétt til fæðingarstyrks enda liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem greiðsla fæðingarstyrks stendur yfir. Enn fremur er gert ráð fyrir að jafnræðis verði gætt milli námsmanna við íslenska skóla óháð búsetu að því er varðar greiðslu fæðingarstyrks hvort sem þeir stunda hefðbundið nám við skólann eða eru í fjarnámi. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, lagði frumvarp á Alþingi í dag þar sem lagðar eru til breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Með frumvarpinu er meðal annars lagt til að viðmiðunartímabili við útreikning á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði verði breytt þannig að miðað verði við meðaltal heildarlauna foreldris yfir tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingardag barns í stað tveggja heilla tekjuára fyrir fæðingu barns í núverandi lögum. Síðarnefnda fyrirkomulagið hefur sætt allmikilli gagnrýni og hefur það meðal annars leitt til mikils ójafnræðis milli foreldra og getur munað allt að einu ári á viðmiðunartímabilinu. Áfram er gert ráð fyrir að hafi foreldri ekki verið á vinnumarkaði á öllu viðmiðunartímabilinu skuli miða við meðalheildarlaun þess fyrir það tímabil sem foreldri hefur verið á innlendum vinnumarkaði. Þar á meðal teljast tilteknar tímabundnar aðstæður sem hafa þótt jafnast á við þátttöku á vinnumarkaði, svo sem þegar foreldri er í orlofi eða námsleyfi, fæðingarorlofi, tímabundið án atvinnu og hefur sótt um greiðslur innan atvinnuleysistryggingakerfisins eða er óvinnufært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss. Lagt er til að eftirlit með framkvæmd laganna verði fært frá skattyfirvöldum til Vinnumálastofnunar en áfram er lögð áhersla á nána samvinnu milli Vinnumálastofnunar og skattyfirvalda. Einkum er átt við að fylgst verði með því að foreldrar leggi sannanlega niður störf í fæðingarorlofi og að þeir hagnist ekki á greiðslum úr sjóðnum þannig að um viðbót sé að ræða við tekjur þeirra fyrir sama tímabil. Þá er í frumvarpinu lagt til að forsjárlausir foreldrar öðlist rétt til fæðingarstyrks enda liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem greiðsla fæðingarstyrks stendur yfir. Enn fremur er gert ráð fyrir að jafnræðis verði gætt milli námsmanna við íslenska skóla óháð búsetu að því er varðar greiðslu fæðingarstyrks hvort sem þeir stunda hefðbundið nám við skólann eða eru í fjarnámi.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira