Innlent

Farþegarnir allir komnir frá borði

Farþegarnir á leið frá borði.
Farþegarnir á leið frá borði. MYND/Helgi Haraldsson

Lokið var við að koma farþegum og áhöfnum , alls um 450 manns, frá borði þriggja flugvéla Icelandair og inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan rúmlega 10 í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar.

„Aðgerðir gengu vel þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Mjög hvasst var á flugvellinum og lemjandi rigning. Farþegar biðu í um fimm klukkustundir eftir því að komast frá borði en ófært var til að leggja landgöngum flugsöðvarinnar að vélunum. Flugvallarstarfsmenn, flugöryggisverðir, slökkvið og lögregla mynduðu óslitna röð frá dyrum flugvélanna og aðstoðuðu fólkið við að komast að langferðabifreiðum sem flutti það að flugstöðinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×