Eigendafundur hjá Orkuveitunni eftir viku 8. febrúar 2008 10:57 Fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir að nær hefði verið að láta óháða nefnd fara yfir REI-málið í stað þess að stýrihópur á vegum borgarinnar gerði það. Fyrirhugaður er eigendafundur í Orkuveitunni eftir viku þar sem reiknað er með að málefni REI verði tekin upp. Eins og fram kom í fréttum í gær skilaði stýrihópur undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri - grænna, skýrslu sinnu um REI-málið svokallaða. Þar var farið yfir hvað hefði farið úrskeiðis og hvaða lærdóm mætti draga af málinu. Bæjarráð Akraness kom saman í gær og bókaði um málið, en bæjarfélagið á 5,5 prósent í Orkuveitunni. Þar er lýst furðu á því að skýrslan um málið hafi verið gerð opinber áður enn allir eignaraðilar í Orkuveitunni hafi fengið hana í hendur og fjallað um hana. Þar er einnig gagnrýnt að skýrsluhöfundur telji að málið sé einkamál borgarstjórnar þar sem pólitískir fulltrúar sem þátt tóku í atburðarrásinni geti rannsakað sjálfa sig og komist að sameiginlegri niðurstöðu. „Bæjarráð telur lítið mark takandi á slíkri skýrslu og átelur vinnubrögðin, þar sem sameigendum hefur verið haldið utan við málið á öllum stigum þess," segir enn fremur í bókuninni. Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi og fulltrúi bæjarins í stjórn Orkuveitunnar, segir að þar á bæ séu menn þeirrar skoðunar að óháður aðili átt að rannsaka málið. Aðspurður hvort til greina komi að leggja fram slíka tillögu í stjórn Orkuveitunnar bendir Gunnar á að innra eftirlit borgarinnar hafi nú málefni Orkuveitunnar til skoðunar. „Það var einhliða ákvörðun borgarinnar að fara í stjórnsýsluúttekt og við sendum borginni ellefu spurningar varðandi hana," segir Gunnar og bætir við að svör hafi ekki borist. Fram kemur í fundargerð borgarráðs í gær að þar hafi verið lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn Akraneskaupstaðar um málefni Orkuveitunnar. Gunnar sagðist ekki hafa séð þau í morgun. REI-skýrsla skoðist í samhengi við úttekt innri endurskoðunar og umboðsmanns Aðspurður um efni REI-skýrslunnar segir Gunnar að hann hafi ekki séð hana en telur að hún verði að skoðast í samhengi við stjórnsýsluúttekt innri endurskoðunar borgarinnar og skoðun umboðsmanns Alþingis á málinu. Hann bíði því niðurstöðu innri endurskoðunar og umboðsmanns Alþingis. Aðspurður segir Gunnar að eigendafundur verði hjá Orkuveitunni næst föstudag en um er að ræða framhald á eigendafundi sem var frestað fyrir áramót. „Þetta er sennilega að verða lengsti eigendafundur sögunnar," segir Gunnar. Á fundinum átti meðal annars að ræða hvernig lenda skyldi málum REI og Geysis Green Energy eftir að ákveðið var að falla frá samruna félaganna. Bryndís Hlöðversdóttur, þáverandi stjórnarformanni Orkuveitunnar, var falið að ræða við Geysi Green en þær viðræður höfðu ekki skilað niðurstöðu þegar meirihlutinn sprakk í borginni fyrir um tveimur vikum. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segir að nær hefði verið að láta óháða nefnd fara yfir REI-málið í stað þess að stýrihópur á vegum borgarinnar gerði það. Fyrirhugaður er eigendafundur í Orkuveitunni eftir viku þar sem reiknað er með að málefni REI verði tekin upp. Eins og fram kom í fréttum í gær skilaði stýrihópur undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri - grænna, skýrslu sinnu um REI-málið svokallaða. Þar var farið yfir hvað hefði farið úrskeiðis og hvaða lærdóm mætti draga af málinu. Bæjarráð Akraness kom saman í gær og bókaði um málið, en bæjarfélagið á 5,5 prósent í Orkuveitunni. Þar er lýst furðu á því að skýrslan um málið hafi verið gerð opinber áður enn allir eignaraðilar í Orkuveitunni hafi fengið hana í hendur og fjallað um hana. Þar er einnig gagnrýnt að skýrsluhöfundur telji að málið sé einkamál borgarstjórnar þar sem pólitískir fulltrúar sem þátt tóku í atburðarrásinni geti rannsakað sjálfa sig og komist að sameiginlegri niðurstöðu. „Bæjarráð telur lítið mark takandi á slíkri skýrslu og átelur vinnubrögðin, þar sem sameigendum hefur verið haldið utan við málið á öllum stigum þess," segir enn fremur í bókuninni. Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi og fulltrúi bæjarins í stjórn Orkuveitunnar, segir að þar á bæ séu menn þeirrar skoðunar að óháður aðili átt að rannsaka málið. Aðspurður hvort til greina komi að leggja fram slíka tillögu í stjórn Orkuveitunnar bendir Gunnar á að innra eftirlit borgarinnar hafi nú málefni Orkuveitunnar til skoðunar. „Það var einhliða ákvörðun borgarinnar að fara í stjórnsýsluúttekt og við sendum borginni ellefu spurningar varðandi hana," segir Gunnar og bætir við að svör hafi ekki borist. Fram kemur í fundargerð borgarráðs í gær að þar hafi verið lagt fram svar borgarstjóra við fyrirspurn Akraneskaupstaðar um málefni Orkuveitunnar. Gunnar sagðist ekki hafa séð þau í morgun. REI-skýrsla skoðist í samhengi við úttekt innri endurskoðunar og umboðsmanns Aðspurður um efni REI-skýrslunnar segir Gunnar að hann hafi ekki séð hana en telur að hún verði að skoðast í samhengi við stjórnsýsluúttekt innri endurskoðunar borgarinnar og skoðun umboðsmanns Alþingis á málinu. Hann bíði því niðurstöðu innri endurskoðunar og umboðsmanns Alþingis. Aðspurður segir Gunnar að eigendafundur verði hjá Orkuveitunni næst föstudag en um er að ræða framhald á eigendafundi sem var frestað fyrir áramót. „Þetta er sennilega að verða lengsti eigendafundur sögunnar," segir Gunnar. Á fundinum átti meðal annars að ræða hvernig lenda skyldi málum REI og Geysis Green Energy eftir að ákveðið var að falla frá samruna félaganna. Bryndís Hlöðversdóttur, þáverandi stjórnarformanni Orkuveitunnar, var falið að ræða við Geysi Green en þær viðræður höfðu ekki skilað niðurstöðu þegar meirihlutinn sprakk í borginni fyrir um tveimur vikum.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira