Innlent

Millilandaflug hefur ekki fallið niður þrátt fyrir illviðri

Keflavíkurflugvelli í morgun.
Keflavíkurflugvelli í morgun. MYND/Kefairport.is

Millilandaflug hefur ekki fallið niður vegna illviðrisins sem gengur nú yfir landsins en þó gætti áhrifa á flugumferðina í morgun.

Fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar að á vellinum sé hvöss vestanátt með dimmum éljum og skafrenningi. Þar tók að hvessa í morgun eftir rólega nótt.

Seinlega gekk að afísa flugvélar í morgun vegna skafrenningsins og tafir urðu á flugi vegna þæfings og hálku þegar flugvélum var ýtt frá landgöngubrúm Leifsstöðvar.

Veðrið hefur þó ekki haft mikil áhrif á flugtök og lendingar og brautum hefur verið haldið opnum þrátt fyrir erfið skilyrði eins og snjó- og hálkuvarnir á Keflavíkurflugvelli miðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×