Innlent

Vilhjálmur segir fullkomna sátt um REI skýrsluna

Fullkomin sátt ríkir milli sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti flokksins og formaður borgarráðs um skýrslu stýrihóps sem fjallað hefur um REI málið. Skýrslan var tekin fyrir í borgarráði í morgun.

Í gær var greint frá niðurstöðum stýrihóps sem fjallað hefur um samrunaferli REI og Geysis green energy. Sjálfstæðismenn hafa í tvígang farið fram á skýrslunni verði frestað en Svandís Svavarsdóttir formaður stýrihópsins sem skipaður er fulltrúa úr öllum flokkum lagði hana fyrir á fundi borgarráðs í morgun. Í skýrslunni er REI málið og þeir sem að því komu gagnrýndir harðlega. Hópurinn telur REI málið vera áfellisdóm fyri stjórnsýslu borgarinnar. Stórar og afdrifaríkar ákvarðanir hafi verið teknar án umræðu eða samÞykkis kjörinna fulltrúa. Þá hafi kynningarferli verið ábótavant og haft á sér yfirbragð laumuspils.

Vilhjálmur segir sjálfstæðismenn hafa beðið um frest til að setjast betur yfir niðurstöðu stýrihópsins og vinna að því í sameiningu og samflokksmaður hans Kjartan Magnússon tók í sama streng.

Dagur B. Eggertsson og Óskar Bergsson borgarfulltrúar minnihlutans segja fulla sátt ríkja innan stýrihópsins um skýrsluna. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×