Innlent

Fær pólitískt hæli

Frá Sri Lanka.
Frá Sri Lanka.

Starfsmanni norrænu vopnahléseftirlitssveitarinnar á Sri Lanka hefur verið veitt pólitískt hæli á Íslandi. Á sjötta hundrað manns hafa sótt um slíkt hér á landi síðan fyrsti pólitíski flóttamaðurinn fékk hæli hér á landi árið 1999 og hefur þeim öllum verið synjað. Útlendingastofnun segir alla sitja við sama borð.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er unnið að því að fá fjölskyldu hans til landsins frá Sri Lanka. Maðurinn var starfsmaður hjá SLMM, Vopnahléseftirlitinu á Sri Lanka og var bílstjóri og túlkur Magnúsar Norðdahl núverandi lögfræðings ASÍ sem starfaði þar hjá eftirlitssveitinni árið 2004. Maðurinn kom til landsins 2006 og starfaði á Kárahnjúkum um tíma. Atvinnuleyfi hans rann út og fór hann því til Noregs þar sem hann sótti um hæli. Því var synjað og honum vísað til ÍSlands aftur þar sem hælisumsóknin var tekin fyrir. Maðurinn er annar einstaklingurinn sem fær hæli flóttamanns samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna sem tók gildi 1951. Anna Ólafsdóttir forstöðumaður hælismála á Útlendingastofnun segir aðstæður mannsins hafa fallið undir flóttamannaskilgreininguna í samningnum.

Árið 1999 fékk fyrsti maðurinn pólítskt hæli og var hann frá Afríku. Á árunum 1999-2008 hafa tæplega 550 flóttamenn sótt um hæli flóttamanns hér á landi. Rúmlega þrjátíu hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum en einungis 2 hæli flóttamanns. En skildi það hafa haft áhrif á hælisveitingu útlendingastofnunar að maðurinn frá Sri Lanka hafi verið starfsmaður hjá vopnahléseftirlitinu.

Magnús Norðdahl vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×