Innlent

Sextíu og fjögur prósent segjast óánægð með Ólaf

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri.

Sextán prósent borgarbúa eru ánægð með nýjan borgarstjóra samkvæmt könnun sem Gallup gerði og greint var frá í fréttum RÚV. Könnunin var gerð á meðal borgarbúa á tímabilinu 22. til 29. janúar.

Spurt var: „Hversu ánægður eða óánægður ertu með nýjan borgarstjóra Ólaf F. Magnússon?" Sextíu og fjögur prósent sögðust vera óánægð með Ólaf. Sextán prósent sögðust vera ánægð með hann en 21% sagðist vera hvorki ánægður né óánægður.

Gallup kannaði einnig afstöðu borgarbúa til nýja borgarstjórnarmeirihlutans. Tuttugu og sjö prósent eru ánægð með hann, 62% óánægð en 11% hvorki ánægð né óánægð.

Níutíu og eitt prósent fylgismanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru óánægð með nýja meirihlutann. Ánægjan er mest á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, en 76% þeirra eru ánægð með nýja meirihlutann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×