Erlent

Dráp á 53 sæljónum við Galapagos-eyjar í rannsókn

Yfirvöld í Ekvador rannsaka nú dráp á 53 sæljónum á náttúruverndarsvæðinu við Galapagos-eyjar.

Dýrin fundust öll með brotna höfuðkúpu á einni af eyjunum og greinilegt að þau höfðu verið rotuð til dauða. Í hópnum voru 13 nýfæddir kópar, 25 eldri kópar, níu karldýr og sex kvenndýr.

Sæljónin eiga enga náttúrulega óvini á Galapagos-eyjum og eru yfirleitt hænd að mannfólki sem leið á um eyjarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×