Innlent

Bíl stolið og ekið á sjálfsala á bensínstöð

MYND/Lögreglan

Bifreið var stolið Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í nótt og var henni svo ekið á sjálfsala á bensínstöð Orkunnar við Kænuna við Óseyrarbraut.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að þegar lögregla hafi komið á staðinn var gerandinn á bak og burt en mikið tjón varð á sjálfsalanum. Málið er í rannsókn á svæðisstöðinni í Hafnarfirði og ef einhver býr yfir upplýsingum um málið er sá hinn sami beðinn að hafa samband í síma 444-1140.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×