Innlent

Ekki góð útfærsla á lýðræðinu

MYND/GVA

Ólafur F. Magnússon sagði í samtali við Sjónvarpið fyrir stundu að það væri ekki góð útfærsla á lýðræðinu hvernig mótmælt væri á pöllum Ráðhússins með háreysti.

Hlé var gert á borgarstjórnarfundi vegna háreystis á áhorfendapöllum en samkvæmt reglum verða áhorfendur að hafa hljóð. Sagðist Ólafur vonast til þess að ró skapaðist svo það yrði fundafært. Það væri leitt að kjörnir fulltrúar gætu ekki tjáð sig.

Hann vildi ekki gera lítið úr reiði fólks en hann teldi að hér væri um skipulagða hluti að ræða. Aðspurður hvað hann ætti við með því sagðist hann ekki vilja tjá sig frekar um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×