Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir máttlitlar mótvægisaðgerðir 24. janúar 2008 10:59 MYND/Pjetur Varaformaður Framsóknarflokksins óttast atgervisflótta úr fiskvinnslu í kjölfar fjölmargra uppsagna á síðustu mánuðum og vill að stjórnvöld bjóði því fólki sem þar missir vinnuna tækifæri til menntunar því að kostnaðarlausu. Ríkisstjórnin var gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í málefnum þessa hóps. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun að nánast daglega bærust fréttir af uppsögnum í fiskvinnslu og hafi nú hundruð manna nú misst vinnuna. Þetta hefði verið fyrirséð vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að skera niður þorsskvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Ríkisstjórnin hefði kynnt mótvægisaðgerðir en hún teldi þær ófullnægjandi. Benti hún á tillögu framsóknarmanna í málinu þess efnis að fólk sem missti vinnuna í fiskvinnslu gæti aflað sér menntunar á kostnað stjórnvalda í tiltekinn tíma. Spurði hún Geir H. Haarde forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir að þessi hugmynd fengi brautargengi. Forsætisráðherra sagði ekki hægt að svara þessari fyrirspurn Valgerðar óundirbúið en sagði ástandi alvarlegt eins og allir vissu. Benti hann á að framsóknarmenn hefðu lagt til 150 þúsund tonna þorskkvóta í stað 130 þúsund tonna en þau 20 þúsund tonn sem munaði hefðu ekki breytt miklu um uppsagnirnar sem rætt væri um. Stjórnvöld hefðu tekið ábyrga ákvörðun til þess að byggja upp þorskstofninn til framtíðar. Í millitíðinni skapaðist ástand og mótvægisaðgerðum væri ætlað að vinna gegn því. Þótt allar aðgerðirnar gögnuðust ekki fiskvinnslufólki beint þá myndu þær veita innspýtingu á viðkomandi svæðum. Kallaði hann eftir því að menn tækju höndum saman í málinu og fagnaði sérstaklega ábyrgum viðbrögðum verkalýðsforystunnar. Valgerður sagðist óttast atgervisflótta úr greininni. Það væri gott að tala um að mála hús og annað en það væri mikilvægt að missa ekki fólkið úr sjávarútveginum. Þess vegna væri hugmynd framsóknarmanna góð og vildi Valgerður að hún yrði tekin með þegar tekið væri á vandanum. Geir H. Haarde sagði allar góðar hugmyndir verða teknar með í áframhaldandi vinnu stjórnvalda í málinu. Þegar væri búið að skipa nefndir sem ættu að fjalla um þau svæði á landinu sem stæðu höllum fæti og hagvöxtur væri lítill. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Valgerði Sverrisdóttur um að mótvægisaðgerðir stjórnvalda dygðu ekki. Staðan gæfi hins vegar innsýn í tvö atriði, aðgerðaleysi ríkisstjórnarinanr og ranglátt kvótakerfi þar sem eigendur kvóta gætu ráðstafað lífi og atvinnu heilu byggðarlaganna. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Varaformaður Framsóknarflokksins óttast atgervisflótta úr fiskvinnslu í kjölfar fjölmargra uppsagna á síðustu mánuðum og vill að stjórnvöld bjóði því fólki sem þar missir vinnuna tækifæri til menntunar því að kostnaðarlausu. Ríkisstjórnin var gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í málefnum þessa hóps. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun að nánast daglega bærust fréttir af uppsögnum í fiskvinnslu og hafi nú hundruð manna nú misst vinnuna. Þetta hefði verið fyrirséð vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að skera niður þorsskvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Ríkisstjórnin hefði kynnt mótvægisaðgerðir en hún teldi þær ófullnægjandi. Benti hún á tillögu framsóknarmanna í málinu þess efnis að fólk sem missti vinnuna í fiskvinnslu gæti aflað sér menntunar á kostnað stjórnvalda í tiltekinn tíma. Spurði hún Geir H. Haarde forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir að þessi hugmynd fengi brautargengi. Forsætisráðherra sagði ekki hægt að svara þessari fyrirspurn Valgerðar óundirbúið en sagði ástandi alvarlegt eins og allir vissu. Benti hann á að framsóknarmenn hefðu lagt til 150 þúsund tonna þorskkvóta í stað 130 þúsund tonna en þau 20 þúsund tonn sem munaði hefðu ekki breytt miklu um uppsagnirnar sem rætt væri um. Stjórnvöld hefðu tekið ábyrga ákvörðun til þess að byggja upp þorskstofninn til framtíðar. Í millitíðinni skapaðist ástand og mótvægisaðgerðum væri ætlað að vinna gegn því. Þótt allar aðgerðirnar gögnuðust ekki fiskvinnslufólki beint þá myndu þær veita innspýtingu á viðkomandi svæðum. Kallaði hann eftir því að menn tækju höndum saman í málinu og fagnaði sérstaklega ábyrgum viðbrögðum verkalýðsforystunnar. Valgerður sagðist óttast atgervisflótta úr greininni. Það væri gott að tala um að mála hús og annað en það væri mikilvægt að missa ekki fólkið úr sjávarútveginum. Þess vegna væri hugmynd framsóknarmanna góð og vildi Valgerður að hún yrði tekin með þegar tekið væri á vandanum. Geir H. Haarde sagði allar góðar hugmyndir verða teknar með í áframhaldandi vinnu stjórnvalda í málinu. Þegar væri búið að skipa nefndir sem ættu að fjalla um þau svæði á landinu sem stæðu höllum fæti og hagvöxtur væri lítill. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, tók undir með Valgerði Sverrisdóttur um að mótvægisaðgerðir stjórnvalda dygðu ekki. Staðan gæfi hins vegar innsýn í tvö atriði, aðgerðaleysi ríkisstjórnarinanr og ranglátt kvótakerfi þar sem eigendur kvóta gætu ráðstafað lífi og atvinnu heilu byggðarlaganna.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira