Framsókn tókst það sem Sjálfstæðisflokknum tókst ekki 24. janúar 2008 09:50 MYND/GVA Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Framsókn hafi tekist það sem Sjálfstæðisflokknum í borginni tókst ekki, að kasta nógu miklum skít á Björn Ingi Hrafnsson þannig að hann hverfi úr pólitík. Hann á þó von á að Björn Ingi komi aftur inn á vettvang stjórnmálanna.„Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Þessi orð Ólafar ríku komu mér fyrst í hug þegar ég loks komst í netsamband hér í Doha við Arabíuflóann og sá að Björn Ingi Hrafnsson var hættur afskiptum af stjórnmálum. Ætli stuðningsmenn Björns Inga í Framsóknarflokknum séu svo blóðlitlir að þeir hugsi ekki til Ólafar ríku?" segir Össur á vefsíðu sinni um viðskilnað Björns Inga við borgarmálin.Össur segir ákvörðun Björns Inga skiljanlega og að það þurfi mjög öfluga og þykkskinna menn til að standa af sér langvinnar persónulegar árásir. „Við þær aðstæður koma inn þættir, sem stjórnmálamenn þurfa endranær ekki að hafa áhyggjur af - líðan fjölskyldu þess sem siglir pólitíska brotsjói.. Við, sem höfum siglt gegnum brim í stjórnmálum og hörð átök, þekkjum hversu það er erfitt að halda börnum frá því að lesa og heyra það versta sem við þær aðstæður getur beinst persónulega að manni," segir Össur.Össur segir Björn Inga hafa verið einn af örfáum stjórnmálamönnum innan Framsóknar sem hafi haft burði til að axla forystuhlutverk til framtíðar og spyr hvort aðrir kandídatar hafi efnt til aðfararinnar. „Hitt hef ég fundið lengi, að yngra liðið í flokknum hefur borið glóðir elds að höfði hans, og séð ofsjónum yfir því kastljósi sem hefur beinst að Birni Inga sem leiðtogaefni. Þau höfðu erindi sem erfiði - en uppskera í staðinn flokk, sem veikist enn frekar, og er nú orðinn helsjúkur. Smáflokkur á niðurleið, sem lendir í svona subbulegum átökum, á sér varla viðreisnar von," segir Össur.Össur bendir ár að Björn Ingi hafi verið í hópnum í kringum Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og uppgjör flokksins við hann sé enn í gangi „og andskotar armsins hafa lengi beðið eftir því að geta leitt Björn Inga undir höggið. Nú er það orðið. Ég á þó ekki von á því að dagar Björns Inga í stjórnmálum séu taldir. Það kann hins vegar að líða tími þangað til hann drepur aftur fæti á hinn pólitíska vang. Ég vona hins vegar að hann eigi afturkvæmt með einhverjum hætti - og læri þá af reynslunni," segir Össur.Hann lýkur pistli sínum á annarri líkingu við söguna af Birni ríka: „Þegar Björn ríki var drepinn af enskum magnaði Ólöf ríka slíkan byl á hendur drápsmönnum hans, að þrjátíu skip fórust. Nú er að sjá hvort brestur á með Ólafarbyl í Framsóknarflokknum, og hvort flokksskútan lifir hann af?" Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Framsókn hafi tekist það sem Sjálfstæðisflokknum í borginni tókst ekki, að kasta nógu miklum skít á Björn Ingi Hrafnsson þannig að hann hverfi úr pólitík. Hann á þó von á að Björn Ingi komi aftur inn á vettvang stjórnmálanna.„Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Þessi orð Ólafar ríku komu mér fyrst í hug þegar ég loks komst í netsamband hér í Doha við Arabíuflóann og sá að Björn Ingi Hrafnsson var hættur afskiptum af stjórnmálum. Ætli stuðningsmenn Björns Inga í Framsóknarflokknum séu svo blóðlitlir að þeir hugsi ekki til Ólafar ríku?" segir Össur á vefsíðu sinni um viðskilnað Björns Inga við borgarmálin.Össur segir ákvörðun Björns Inga skiljanlega og að það þurfi mjög öfluga og þykkskinna menn til að standa af sér langvinnar persónulegar árásir. „Við þær aðstæður koma inn þættir, sem stjórnmálamenn þurfa endranær ekki að hafa áhyggjur af - líðan fjölskyldu þess sem siglir pólitíska brotsjói.. Við, sem höfum siglt gegnum brim í stjórnmálum og hörð átök, þekkjum hversu það er erfitt að halda börnum frá því að lesa og heyra það versta sem við þær aðstæður getur beinst persónulega að manni," segir Össur.Össur segir Björn Inga hafa verið einn af örfáum stjórnmálamönnum innan Framsóknar sem hafi haft burði til að axla forystuhlutverk til framtíðar og spyr hvort aðrir kandídatar hafi efnt til aðfararinnar. „Hitt hef ég fundið lengi, að yngra liðið í flokknum hefur borið glóðir elds að höfði hans, og séð ofsjónum yfir því kastljósi sem hefur beinst að Birni Inga sem leiðtogaefni. Þau höfðu erindi sem erfiði - en uppskera í staðinn flokk, sem veikist enn frekar, og er nú orðinn helsjúkur. Smáflokkur á niðurleið, sem lendir í svona subbulegum átökum, á sér varla viðreisnar von," segir Össur.Össur bendir ár að Björn Ingi hafi verið í hópnum í kringum Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og uppgjör flokksins við hann sé enn í gangi „og andskotar armsins hafa lengi beðið eftir því að geta leitt Björn Inga undir höggið. Nú er það orðið. Ég á þó ekki von á því að dagar Björns Inga í stjórnmálum séu taldir. Það kann hins vegar að líða tími þangað til hann drepur aftur fæti á hinn pólitíska vang. Ég vona hins vegar að hann eigi afturkvæmt með einhverjum hætti - og læri þá af reynslunni," segir Össur.Hann lýkur pistli sínum á annarri líkingu við söguna af Birni ríka: „Þegar Björn ríki var drepinn af enskum magnaði Ólöf ríka slíkan byl á hendur drápsmönnum hans, að þrjátíu skip fórust. Nú er að sjá hvort brestur á með Ólafarbyl í Framsóknarflokknum, og hvort flokksskútan lifir hann af?"
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira