Nýjasta bensínhækkun olíufélaganna er langt umfram eðlileg viðmið, að mati Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Félagið bendir á að meðal kostnaður íslenskra neytenda vegna álagningar, flutnings og dreifingar á bensíni það sem af er janúar, er yfir fjórum krónum hærra á hvern bensínlítra , samanborið við meðalverð nýliðins árs, uppreiknað til verðlags í þessum mánuði.