Innlent

Ástþór Magnússon boðar til blaðamannafundar

Breki Logason skrifar
Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon

Friðarsinninn og fyrrum forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hefur boðað til blaðamannafundar á morgun.

Mikil leynd liggur yfir fundinum en eftir því sem Vísir kemst næst mun eitthvað mjög óvenjulegt fara þar fram.

Hvort Ástþór ætli að tilkynna um forsetaframboð á árinu er óvíst en Vísir hefur þó áður greint frá því að Ástþór íhugi a.m.k að bjóða sig fram.

Sem kunnugt er hefur Ástþór tvisvar boðið sig fram til forseta Íslands þar sem hann hefur lagt áherslu á friðarboðskap sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×