Sjálfstæðismenn sakaðir um tvöfeldni í útrásarmálum 23. janúar 2008 14:35 MYND/Pjetur Sjálfstæðismenn voru gagnrýndir fyrir tvöfeldni í orkumálum og öðrum málum í umræðum um fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Valgerður inntir Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra eftir því hvort hann hygðist draga fyrirtækin Landsvirkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins, út úr útrásarverkefnum sem þau taka þátt í í samstarfi við einkaaðila, svo sem Landsbanka Íslands hf. Vísaði Valgerður til REI-málsins svokallaða og þeirra yfirlýsinga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hefði þá eindregnu afstöðu að opinber fyrirtæki ættu ekki að vera í áhætturekstri með einkafyrirækjum. Fjármálaráðherra benti á að í stefnuyfirlýsinginu ríkisstjórnarinnar væri kveðið á um að leysa ætti krafta einkaframtaksins til þess að orkuútrásin gæti eflst. Sagði Árni meginatriðið að rétt væri staðið að málum. Fram kom í svari hans að stofnað hefði verið félagið Landsvirkjun Power á síðasta ári en inn í það hefðu verið flutt verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar. Félagið ynni að orkuútrás og hefði um 40 starfsmenn á sínum snærum. Þá sagði fjármálaráðherra að Rarik hefði þreifað fyrir sér á erlendri grundu og hefði séð tækifæri í hönnun og virkjanastjórnun í Noregi sem fyrirtækið kæmi nú að ásamt einkaaðilum. Ekki stæði til að draga Landsvirkjun og Rarik út úr þessum verkefnum. Valdagírugur hentistefnuflokkur Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði þingmenn hafa orðið vitni að dæmalausri tvöfeldni Sjálfstæðisflokksins og hann stæði ekki lengur undir nafni sem lýðræðisflokkur. Hann væri valdagírugur hentistefnuflokkur sem segði eitt á Alþingi en annað í borgarstjórn. Sagði Álfheiður að það hefði verið niðurlægjandi að fylgjast með valdabrölti sjálfstæðismanna í borginni þar sem valdinu hefði verið misbeitt og meirihluti myndaður með blekkingum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það ekki ganga að stærsti stjórnmálaflokkuri landsis væri með tvær stefnur orkumálum og Siv Friðleifsdóttir, flokkssystir hans, spurði hvernig það gæti farið saman að segja í borginni að það væri fráleitt að fara í útrás en en það væri í lagi hjá ríkinu. Sagði Siv þetta algjöra mótsögn. Þá sakaði Siv sjálfstæðismenn um að beita blekkingum í borgarstjórnarmálum á síðustu dögum. Valgerður Sverrisdóttir fyrirspyrjandi sagðist sammála ráðherra að orkufyrirtækin gætu komið að útrás og það hefði með þessu máli sannast enn frekar að klúður síðasta árs hafi verið frammistaða sjálfstæðismanna í REI-málinu. Spurði Valgerður hvort það gæti verið að það væri ekki sama hver samstarfsaðilinn væri í útrásarmálum, það væri allt í lagi að vinna með Landsbankanum en ekki öðrum tilteknum aðilum. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Sjálfstæðismenn voru gagnrýndir fyrir tvöfeldni í orkumálum og öðrum málum í umræðum um fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Valgerður inntir Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra eftir því hvort hann hygðist draga fyrirtækin Landsvirkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins, út úr útrásarverkefnum sem þau taka þátt í í samstarfi við einkaaðila, svo sem Landsbanka Íslands hf. Vísaði Valgerður til REI-málsins svokallaða og þeirra yfirlýsinga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hefði þá eindregnu afstöðu að opinber fyrirtæki ættu ekki að vera í áhætturekstri með einkafyrirækjum. Fjármálaráðherra benti á að í stefnuyfirlýsinginu ríkisstjórnarinnar væri kveðið á um að leysa ætti krafta einkaframtaksins til þess að orkuútrásin gæti eflst. Sagði Árni meginatriðið að rétt væri staðið að málum. Fram kom í svari hans að stofnað hefði verið félagið Landsvirkjun Power á síðasta ári en inn í það hefðu verið flutt verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar. Félagið ynni að orkuútrás og hefði um 40 starfsmenn á sínum snærum. Þá sagði fjármálaráðherra að Rarik hefði þreifað fyrir sér á erlendri grundu og hefði séð tækifæri í hönnun og virkjanastjórnun í Noregi sem fyrirtækið kæmi nú að ásamt einkaaðilum. Ekki stæði til að draga Landsvirkjun og Rarik út úr þessum verkefnum. Valdagírugur hentistefnuflokkur Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði þingmenn hafa orðið vitni að dæmalausri tvöfeldni Sjálfstæðisflokksins og hann stæði ekki lengur undir nafni sem lýðræðisflokkur. Hann væri valdagírugur hentistefnuflokkur sem segði eitt á Alþingi en annað í borgarstjórn. Sagði Álfheiður að það hefði verið niðurlægjandi að fylgjast með valdabrölti sjálfstæðismanna í borginni þar sem valdinu hefði verið misbeitt og meirihluti myndaður með blekkingum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það ekki ganga að stærsti stjórnmálaflokkuri landsis væri með tvær stefnur orkumálum og Siv Friðleifsdóttir, flokkssystir hans, spurði hvernig það gæti farið saman að segja í borginni að það væri fráleitt að fara í útrás en en það væri í lagi hjá ríkinu. Sagði Siv þetta algjöra mótsögn. Þá sakaði Siv sjálfstæðismenn um að beita blekkingum í borgarstjórnarmálum á síðustu dögum. Valgerður Sverrisdóttir fyrirspyrjandi sagðist sammála ráðherra að orkufyrirtækin gætu komið að útrás og það hefði með þessu máli sannast enn frekar að klúður síðasta árs hafi verið frammistaða sjálfstæðismanna í REI-málinu. Spurði Valgerður hvort það gæti verið að það væri ekki sama hver samstarfsaðilinn væri í útrásarmálum, það væri allt í lagi að vinna með Landsbankanum en ekki öðrum tilteknum aðilum.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent