Sjálfstæðismenn sakaðir um tvöfeldni í útrásarmálum 23. janúar 2008 14:35 MYND/Pjetur Sjálfstæðismenn voru gagnrýndir fyrir tvöfeldni í orkumálum og öðrum málum í umræðum um fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Valgerður inntir Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra eftir því hvort hann hygðist draga fyrirtækin Landsvirkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins, út úr útrásarverkefnum sem þau taka þátt í í samstarfi við einkaaðila, svo sem Landsbanka Íslands hf. Vísaði Valgerður til REI-málsins svokallaða og þeirra yfirlýsinga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hefði þá eindregnu afstöðu að opinber fyrirtæki ættu ekki að vera í áhætturekstri með einkafyrirækjum. Fjármálaráðherra benti á að í stefnuyfirlýsinginu ríkisstjórnarinnar væri kveðið á um að leysa ætti krafta einkaframtaksins til þess að orkuútrásin gæti eflst. Sagði Árni meginatriðið að rétt væri staðið að málum. Fram kom í svari hans að stofnað hefði verið félagið Landsvirkjun Power á síðasta ári en inn í það hefðu verið flutt verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar. Félagið ynni að orkuútrás og hefði um 40 starfsmenn á sínum snærum. Þá sagði fjármálaráðherra að Rarik hefði þreifað fyrir sér á erlendri grundu og hefði séð tækifæri í hönnun og virkjanastjórnun í Noregi sem fyrirtækið kæmi nú að ásamt einkaaðilum. Ekki stæði til að draga Landsvirkjun og Rarik út úr þessum verkefnum. Valdagírugur hentistefnuflokkur Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði þingmenn hafa orðið vitni að dæmalausri tvöfeldni Sjálfstæðisflokksins og hann stæði ekki lengur undir nafni sem lýðræðisflokkur. Hann væri valdagírugur hentistefnuflokkur sem segði eitt á Alþingi en annað í borgarstjórn. Sagði Álfheiður að það hefði verið niðurlægjandi að fylgjast með valdabrölti sjálfstæðismanna í borginni þar sem valdinu hefði verið misbeitt og meirihluti myndaður með blekkingum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það ekki ganga að stærsti stjórnmálaflokkuri landsis væri með tvær stefnur orkumálum og Siv Friðleifsdóttir, flokkssystir hans, spurði hvernig það gæti farið saman að segja í borginni að það væri fráleitt að fara í útrás en en það væri í lagi hjá ríkinu. Sagði Siv þetta algjöra mótsögn. Þá sakaði Siv sjálfstæðismenn um að beita blekkingum í borgarstjórnarmálum á síðustu dögum. Valgerður Sverrisdóttir fyrirspyrjandi sagðist sammála ráðherra að orkufyrirtækin gætu komið að útrás og það hefði með þessu máli sannast enn frekar að klúður síðasta árs hafi verið frammistaða sjálfstæðismanna í REI-málinu. Spurði Valgerður hvort það gæti verið að það væri ekki sama hver samstarfsaðilinn væri í útrásarmálum, það væri allt í lagi að vinna með Landsbankanum en ekki öðrum tilteknum aðilum. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Sjálfstæðismenn voru gagnrýndir fyrir tvöfeldni í orkumálum og öðrum málum í umræðum um fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Valgerður inntir Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra eftir því hvort hann hygðist draga fyrirtækin Landsvirkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins, út úr útrásarverkefnum sem þau taka þátt í í samstarfi við einkaaðila, svo sem Landsbanka Íslands hf. Vísaði Valgerður til REI-málsins svokallaða og þeirra yfirlýsinga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hefði þá eindregnu afstöðu að opinber fyrirtæki ættu ekki að vera í áhætturekstri með einkafyrirækjum. Fjármálaráðherra benti á að í stefnuyfirlýsinginu ríkisstjórnarinnar væri kveðið á um að leysa ætti krafta einkaframtaksins til þess að orkuútrásin gæti eflst. Sagði Árni meginatriðið að rétt væri staðið að málum. Fram kom í svari hans að stofnað hefði verið félagið Landsvirkjun Power á síðasta ári en inn í það hefðu verið flutt verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar. Félagið ynni að orkuútrás og hefði um 40 starfsmenn á sínum snærum. Þá sagði fjármálaráðherra að Rarik hefði þreifað fyrir sér á erlendri grundu og hefði séð tækifæri í hönnun og virkjanastjórnun í Noregi sem fyrirtækið kæmi nú að ásamt einkaaðilum. Ekki stæði til að draga Landsvirkjun og Rarik út úr þessum verkefnum. Valdagírugur hentistefnuflokkur Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði þingmenn hafa orðið vitni að dæmalausri tvöfeldni Sjálfstæðisflokksins og hann stæði ekki lengur undir nafni sem lýðræðisflokkur. Hann væri valdagírugur hentistefnuflokkur sem segði eitt á Alþingi en annað í borgarstjórn. Sagði Álfheiður að það hefði verið niðurlægjandi að fylgjast með valdabrölti sjálfstæðismanna í borginni þar sem valdinu hefði verið misbeitt og meirihluti myndaður með blekkingum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það ekki ganga að stærsti stjórnmálaflokkuri landsis væri með tvær stefnur orkumálum og Siv Friðleifsdóttir, flokkssystir hans, spurði hvernig það gæti farið saman að segja í borginni að það væri fráleitt að fara í útrás en en það væri í lagi hjá ríkinu. Sagði Siv þetta algjöra mótsögn. Þá sakaði Siv sjálfstæðismenn um að beita blekkingum í borgarstjórnarmálum á síðustu dögum. Valgerður Sverrisdóttir fyrirspyrjandi sagðist sammála ráðherra að orkufyrirtækin gætu komið að útrás og það hefði með þessu máli sannast enn frekar að klúður síðasta árs hafi verið frammistaða sjálfstæðismanna í REI-málinu. Spurði Valgerður hvort það gæti verið að það væri ekki sama hver samstarfsaðilinn væri í útrásarmálum, það væri allt í lagi að vinna með Landsbankanum en ekki öðrum tilteknum aðilum.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira