Sjálfstæðismenn sakaðir um tvöfeldni í útrásarmálum 23. janúar 2008 14:35 MYND/Pjetur Sjálfstæðismenn voru gagnrýndir fyrir tvöfeldni í orkumálum og öðrum málum í umræðum um fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Valgerður inntir Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra eftir því hvort hann hygðist draga fyrirtækin Landsvirkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins, út úr útrásarverkefnum sem þau taka þátt í í samstarfi við einkaaðila, svo sem Landsbanka Íslands hf. Vísaði Valgerður til REI-málsins svokallaða og þeirra yfirlýsinga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hefði þá eindregnu afstöðu að opinber fyrirtæki ættu ekki að vera í áhætturekstri með einkafyrirækjum. Fjármálaráðherra benti á að í stefnuyfirlýsinginu ríkisstjórnarinnar væri kveðið á um að leysa ætti krafta einkaframtaksins til þess að orkuútrásin gæti eflst. Sagði Árni meginatriðið að rétt væri staðið að málum. Fram kom í svari hans að stofnað hefði verið félagið Landsvirkjun Power á síðasta ári en inn í það hefðu verið flutt verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar. Félagið ynni að orkuútrás og hefði um 40 starfsmenn á sínum snærum. Þá sagði fjármálaráðherra að Rarik hefði þreifað fyrir sér á erlendri grundu og hefði séð tækifæri í hönnun og virkjanastjórnun í Noregi sem fyrirtækið kæmi nú að ásamt einkaaðilum. Ekki stæði til að draga Landsvirkjun og Rarik út úr þessum verkefnum. Valdagírugur hentistefnuflokkur Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði þingmenn hafa orðið vitni að dæmalausri tvöfeldni Sjálfstæðisflokksins og hann stæði ekki lengur undir nafni sem lýðræðisflokkur. Hann væri valdagírugur hentistefnuflokkur sem segði eitt á Alþingi en annað í borgarstjórn. Sagði Álfheiður að það hefði verið niðurlægjandi að fylgjast með valdabrölti sjálfstæðismanna í borginni þar sem valdinu hefði verið misbeitt og meirihluti myndaður með blekkingum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það ekki ganga að stærsti stjórnmálaflokkuri landsis væri með tvær stefnur orkumálum og Siv Friðleifsdóttir, flokkssystir hans, spurði hvernig það gæti farið saman að segja í borginni að það væri fráleitt að fara í útrás en en það væri í lagi hjá ríkinu. Sagði Siv þetta algjöra mótsögn. Þá sakaði Siv sjálfstæðismenn um að beita blekkingum í borgarstjórnarmálum á síðustu dögum. Valgerður Sverrisdóttir fyrirspyrjandi sagðist sammála ráðherra að orkufyrirtækin gætu komið að útrás og það hefði með þessu máli sannast enn frekar að klúður síðasta árs hafi verið frammistaða sjálfstæðismanna í REI-málinu. Spurði Valgerður hvort það gæti verið að það væri ekki sama hver samstarfsaðilinn væri í útrásarmálum, það væri allt í lagi að vinna með Landsbankanum en ekki öðrum tilteknum aðilum. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Sjálfstæðismenn voru gagnrýndir fyrir tvöfeldni í orkumálum og öðrum málum í umræðum um fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Valgerður inntir Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra eftir því hvort hann hygðist draga fyrirtækin Landsvirkjun og Rarik, sem eru að fullu í eigu ríkisins, út úr útrásarverkefnum sem þau taka þátt í í samstarfi við einkaaðila, svo sem Landsbanka Íslands hf. Vísaði Valgerður til REI-málsins svokallaða og þeirra yfirlýsinga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hefði þá eindregnu afstöðu að opinber fyrirtæki ættu ekki að vera í áhætturekstri með einkafyrirækjum. Fjármálaráðherra benti á að í stefnuyfirlýsinginu ríkisstjórnarinnar væri kveðið á um að leysa ætti krafta einkaframtaksins til þess að orkuútrásin gæti eflst. Sagði Árni meginatriðið að rétt væri staðið að málum. Fram kom í svari hans að stofnað hefði verið félagið Landsvirkjun Power á síðasta ári en inn í það hefðu verið flutt verkfræði- og framkvæmdasvið Landsvirkjunar. Félagið ynni að orkuútrás og hefði um 40 starfsmenn á sínum snærum. Þá sagði fjármálaráðherra að Rarik hefði þreifað fyrir sér á erlendri grundu og hefði séð tækifæri í hönnun og virkjanastjórnun í Noregi sem fyrirtækið kæmi nú að ásamt einkaaðilum. Ekki stæði til að draga Landsvirkjun og Rarik út úr þessum verkefnum. Valdagírugur hentistefnuflokkur Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði þingmenn hafa orðið vitni að dæmalausri tvöfeldni Sjálfstæðisflokksins og hann stæði ekki lengur undir nafni sem lýðræðisflokkur. Hann væri valdagírugur hentistefnuflokkur sem segði eitt á Alþingi en annað í borgarstjórn. Sagði Álfheiður að það hefði verið niðurlægjandi að fylgjast með valdabrölti sjálfstæðismanna í borginni þar sem valdinu hefði verið misbeitt og meirihluti myndaður með blekkingum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði það ekki ganga að stærsti stjórnmálaflokkuri landsis væri með tvær stefnur orkumálum og Siv Friðleifsdóttir, flokkssystir hans, spurði hvernig það gæti farið saman að segja í borginni að það væri fráleitt að fara í útrás en en það væri í lagi hjá ríkinu. Sagði Siv þetta algjöra mótsögn. Þá sakaði Siv sjálfstæðismenn um að beita blekkingum í borgarstjórnarmálum á síðustu dögum. Valgerður Sverrisdóttir fyrirspyrjandi sagðist sammála ráðherra að orkufyrirtækin gætu komið að útrás og það hefði með þessu máli sannast enn frekar að klúður síðasta árs hafi verið frammistaða sjálfstæðismanna í REI-málinu. Spurði Valgerður hvort það gæti verið að það væri ekki sama hver samstarfsaðilinn væri í útrásarmálum, það væri allt í lagi að vinna með Landsbankanum en ekki öðrum tilteknum aðilum.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira