Miðja Íslands vígð á morgun 19. janúar 2008 11:39 Miðja Íslands er rétt austan við Illviðrahnjúka. Miðja Íslands er fundin og verður þar vígð sérstök varða á sunnudag. Miðjan reyndist vera í landi Skagfirðinga, nánar tiltekið í sveitarfélaginu Skagafirði. Frá þessu er sagt í Skessuhorni. Það voru Landmælingar Íslands sem reiknuðu miðjuna út en það er Ferðakúbburinn 4x4 sem stendur fyrir vígslu á vörðunni sem reist hefur verið á miðju Íslands norðaustan Hofsjökuls. Allstór hópur víða af að landinu mun taka þátt í athöfninni. Aðdragandinn er sá að fyrir 2-3 árum síðan kom upp sú hugmynd meðal nokkurra félaga í Ferðaklúbbnum 4x4 að reisa stein á miðju Íslands. Í beinu framhaldi þess var haft samband við Landmælingar Íslands og sérfræðingar þar fengnir til að reikna út staðsetninguna. Miðjan var reiknuð út með því að nota strandlínu í aðalgagnagrunni Landmælinga Íslands og var niðurstaðan eftirfarandi hnit: 64°59'11.4" N og 18°35'12.0" V. Eyjar landsins voru ekki teknar með í útreikninginn. Staðurinn er suðaustan við svokallaðra Illviðrahnjúka í um 800 metra hæð yfir sjó. Fyrir tveimur árum lögðu nokkrir félagar úr Ferðaklúbbnum 4x4 upp í leiðangur til að finna miðjuna. Ferðin gekk í alla staði vel og var ákveðið að reisa litla vörðu á staðnum til að byrja með. Út frá því var farið í þá vinnu að finna stein á miðjuna sem gæti sómt sér vel. Steinninn, sem ákveðið var að nota, er stuðlaberg og kemur hann úr Hrunamannahreppi. Mjög brösuglega gekk að koma steininum á staðinn og fóru menn að velta því fyrir sér hvort steinninn væri tekinn úr álfabyggð. Vígsla Miðjunnar á sunnudag er síðasta ferðin til að ljúka merkingunni á Miðjunni. Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Miðja Íslands er fundin og verður þar vígð sérstök varða á sunnudag. Miðjan reyndist vera í landi Skagfirðinga, nánar tiltekið í sveitarfélaginu Skagafirði. Frá þessu er sagt í Skessuhorni. Það voru Landmælingar Íslands sem reiknuðu miðjuna út en það er Ferðakúbburinn 4x4 sem stendur fyrir vígslu á vörðunni sem reist hefur verið á miðju Íslands norðaustan Hofsjökuls. Allstór hópur víða af að landinu mun taka þátt í athöfninni. Aðdragandinn er sá að fyrir 2-3 árum síðan kom upp sú hugmynd meðal nokkurra félaga í Ferðaklúbbnum 4x4 að reisa stein á miðju Íslands. Í beinu framhaldi þess var haft samband við Landmælingar Íslands og sérfræðingar þar fengnir til að reikna út staðsetninguna. Miðjan var reiknuð út með því að nota strandlínu í aðalgagnagrunni Landmælinga Íslands og var niðurstaðan eftirfarandi hnit: 64°59'11.4" N og 18°35'12.0" V. Eyjar landsins voru ekki teknar með í útreikninginn. Staðurinn er suðaustan við svokallaðra Illviðrahnjúka í um 800 metra hæð yfir sjó. Fyrir tveimur árum lögðu nokkrir félagar úr Ferðaklúbbnum 4x4 upp í leiðangur til að finna miðjuna. Ferðin gekk í alla staði vel og var ákveðið að reisa litla vörðu á staðnum til að byrja með. Út frá því var farið í þá vinnu að finna stein á miðjuna sem gæti sómt sér vel. Steinninn, sem ákveðið var að nota, er stuðlaberg og kemur hann úr Hrunamannahreppi. Mjög brösuglega gekk að koma steininum á staðinn og fóru menn að velta því fyrir sér hvort steinninn væri tekinn úr álfabyggð. Vígsla Miðjunnar á sunnudag er síðasta ferðin til að ljúka merkingunni á Miðjunni.
Innlent Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira