Enski boltinn

Bolton og AZ hafa komist að samkomulagi um Grétar Rafn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu.
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hafa Bolton og AZ Alkmaar komist að samkomulagi um kaupverð á Grétari Rafni Steinssyni.

Kaupverðið er talið nema 4,6 milljónum evra eða 430 milljónum króna.

Ekki náðist í Grétar Rafn nú undir kvöldið en hann sagði í samtali við Vísi í hádeginu að ekkert væri enn öruggt í þessum efnum.

Middlesbrough og Newcastle höfðu áhuga á Grétari Rafni í sumar en hollenskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að þeim hafi þótt verðmiðinn sem settur var upp, fimm milljónir evra, of hár.

Þó nokkrir Íslendingar hafa leikið með Bolton í gegnum tíðina. Heiðar Helguson er á mála hjá félaginu nú en áður hafa þeir Guðni Bergsson, Arnar Gunnlaugsson og Eiður Smári Guðjohnsen gert það gott þar.

Gary Megson er knattspyrnustjóri Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×