Enski boltinn

Lehmann á leið til Dortmund

Lehmann varð þýskur meistari með Dortmund árið 2002.
Lehmann varð þýskur meistari með Dortmund árið 2002. NordicPhotos/GettyImages

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal hefur samþykkt að ganga í raðir Dortmund samkvæmt fréttum frá Þýskalandi. Lehmann hefur verið úti í kuldanum undanfarið hjá Arsenal og virðist nú ætla að snúa aftur til síns gamla félags í heimalandinu.

"Við erum enn að bíða þess að hann gangi frá einkamálum sínum, þannig að það er of snemmt að staðfesta að hann komi til okkar. Við vonum hinsvegar að svo verði," sagði talsmaður Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×