Enski boltinn

Skrtel stóðst læknisskoðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Skrtel í leik með landsliði Slóvakíu.
Martin Skrtel í leik með landsliði Slóvakíu. Nordic Photos / AFP

Varnarmaðurinn Martin Skrtel hefur staðist læknisskoðun hjá Liverpool og er við það að semja við félagið.

Skrtel er 23 ára Slóvaki sem er á mála hjá rússneska félaginu Zenit St. Pétursborg. Hann hefur þegar samið um persónuleg kaup og kjör en aðeins er beðið eftir því að eigendur Liverpool gefi grænt ljós á samninginn.

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, þarf nauðsynlega á miðverði að halda þar sem Daniel Agger hefur verið fjarverandi vegna meiðsla.

Skrtel gekk til liðs við Zenit árið 2004 og á meira en 100 leiki að baki í rússnesku úrvalsdeildinni. Hann á þar að auki 15 landsleiki að baki.

Hann er 1,93 metrar á hæð og þykir minna á ungan Sami Hyypia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×