Veröld Ásgeirs Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. desember 2007 09:18 Ásgeir Lýðsson er tæplega tveggja ára strákur frá Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla. Seinkun á tauga- og hreyfiþroska hamlar Ásgeiri bæði andlega og líkamlega. Hann hefur á tímabilum vaxið hægt, en tekur svo þroskakippi og fer sífellt fram. Hann er þó langt á eftir jafnöldrum sínum. Nýlega lærði hann að sitja uppi en getur ekki enn myndað orð þótt hann virðist skilja það sem sagt er við hann. Guðrún Katrín, tvíburasystir hans er hins vegar alheilbrigð. Fjölskylda Ásgeirs er sú þriðja sem kynnt er til sögunnar. Forlagið leggur til 50 þúsund krónur til móts við Vísi til að auðvelda þeim lífið um jólin. Ágústa Sigurðardóttir móðir tvíburanna segir að ekki hafi hvarflað að henni að eitthvað þroskatengt yrði að Ásgeiri þegar hún gekk með hann og í ljós kom að hann var með nýrnasjúkdóm; „Í hvorugri ættinni eru litningagallar eða nýrnasjúkdómar." Litningagallinn er hins vegar sá eini sinnar tegundar sem vitað er um í heiminum. Engin fordæmi eru því fyrir hvaða afleiðingar hann hefur í för með sér. „Ég hef ekkert í höndunum sem segir að hann lifi til fjögurra ára, eða 35 ára. Það var mikið sjokk þegar hann var greindur með flogaveiki, en ég veit ekki hvort eitthvað fleira á eftir að koma upp í tengslum við litningagallann," segir Ágústa.EinangrunÞegar Ásgeir er lagður inn á spítala, sem gerist reglulega, er Ágústa bundin við sjúkrarúm hans og stundum svo dögum skiptir. Í síðustu viku var Ásgeir sem dæmi í heila viku í einangrun á Barnaspítala Hringsins eftir að hann greindist með RS vírusinn. Þá gætti bróðir Ágústu eldri bróður Ásgeirs, Kristians, og vinkona hennar gætti Guðrúnar Katrínar í nokkra daga, þar til önnur tók við.„Þetta getur verið heilmikið púsl og ég lifi nokkurs konar símalífi, bæði með að skipuleggja pössun og félagslega," segir Ágústa.Skert lífsgæði systkinannaTvíburasystkinin eru mjög náin og Guðrún Katrín passar yfirleitt upp á að hann fái eins og hún, hvort sem það er athygli, aðstoð eða annað.Fyrir utan tvíburasystur sína á Ásgeir tvö önnur systkin, Kristian 14 ára og Heklu Rún 10 ára sem býr hjá móður sinni.Lýður, faðir Ásgeirs, er sjómaður og hefur misst marga túra vegna veikinda sonarins. Þegar færi gefst fer hann þó á sjó í margar vikur til að vinna upp tekjutap.„Auðvitað skerðast lífsgæði systkyna hans, við getum ekki farið í sund eins og Guðrúnu Katrínu finnst svo gaman, því hann gæti gleypt vatn og stundum er of kalt úti, eða smá rok og þá er ekki hægt að fara á róló," segir Ágústa og bætir við að hún hafi sem dæmi ekki getað stutt eldri strákinn í fótbolta með því að mæta á leiki eða skutla honum á mót eða leiki; „því ég get ekki farið frá Ásgeiri eða tekið hann með." Tekur framförum í þroskaViðar Eðvarðsson barnalæknir og sérfræðingur í nýrnasjúkdómum barna segir að miðað við þann árangur sem Ásgeir hefur náð megi ætla að með stuðningi séu horfur hans ekki lakari en hjá öðrum börnum með þroskaseinkun.Tvisvar í viku fer Ágústa með soninn í sjúkraþjálfun og hann er í leikskóla á Selfossi þar sem hann fær fullan stuðning. Móðir hans segist viss um að hann muni læra að ganga og ná frekari þroska, en þótt hann sé afar sterkur, sé hann líka linur svo þetta muni taka einhvern tíma.Á leikskólanum Álfheimum á Selfossi hefur gengið mun betur en Ágústa þorði að vona. Starfsfólkið segir hann bræða bæði börn og fullorðna, Ásgeir sé félagslyndur, og ákveðinn. Hann muni koma sér áfram í lífinu og með smá aðstoð ætti það að geta gengið.„Fötluð börn eru ekkert öðruvísi en venjuleg börn og þurfa að vera í samfélagi við önnur börn og fullorðna," segir Lísbet Nílsdóttir sérkennslustjóri. Hún telur fjölbreytileika afar mikilvægan fyrir þroska barnanna sem læri mikið af bæði Ásgeiri og hvert öðru.„Það er sem betur fer ekki bara pláss fyrir einhverja eina tegund fólks í heiminum," segir hún.Stuðningur afar mikilvægurViðar segir afar mikilvægt að styðja við fjölskyldur langveikra barna með aðstoð, bæði líkamlegri og fjárhagslegri þar sem annað foreldri dettur yfirleitt algjörlega úr leik á vinnumarkaði.Af fundi okkar Ágústu er augljóst að álagið hefur verið gífurlegt, enda viðurkennir hún að muna ekki mikið frá fyrsta árinu. Ofan á álagið með veikindin og börnin hefur Ágústa syrgt móður sína, en hún lést undir lok meðgöngunnar og var jörðuð daginn áður en tvíburarnir fæddust.Einn daginn vonast Ágústa til að geta fengið AuPair sem gæti lært inn á Ásgeir og orðið liðtæk til að létta álaginu aðeins af henni. En til þess þarf auka herbergi sem væri reyndar hægt að útbúa. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að fara að hugsa um því ég verð líka að hugsa um sjálfa mig til að geta hugsað um barnið," segir Ágústa.Eins og fram kom í myndbrotinu vantar ýmislegt á heimilið vegna veikindanna eins og baðkar. Þá vantar sérstakan háan stól fyrir Ásgeir til að sitja í við matarborð. Nýlega fjárfestu hjónin í litlum bíl sem nú þegar er of lítill því fjölskyldan kemst ekki öll fyrir í honum í einu með því dóti sem fylgir Ásgeiri og þá er ekki talið með það dót sem fylgir litlum börnum almennt.Og þrátt fyrir að Ágústa óttist hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Ásgeir er hún jákvæð og dugleg og umfram allt þakklát fyrir þá góðu þjónustu sem Ásgeir fær. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, nema að ég get ekki unnið og fæ svo lítið fyrir að vera heima með honum. Það á að vera réttur manns að vera heima með veiku barni án þess að það komi illa við fjáhaginn."Þeir sem vilja styðja við þessa einstöku fjölskyldu á Selfossi geta lagt inn á reikning 0513-26-7744, kt.150473-5009. Einstök börn Tengdar fréttir Veröld Sindra Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. 10. desember 2007 13:33 Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Lyf og heilsa styður Ellu Dís Starfsfólk Lyf og heilsu afhenti í dag fjölskyldu Ellu Dísar Laurens 100 þúsund krónur sem á að létta á þeim lífið nú yfir jólin. Áður hafði fiksbúðakeðjan Fiskisaga gefið fjölskyldunni 50 þúsund krónur. 17. desember 2007 18:55 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ásgeir Lýðsson er tæplega tveggja ára strákur frá Selfossi sem þjáist af nýrnasjúkdómi og litningagalla. Seinkun á tauga- og hreyfiþroska hamlar Ásgeiri bæði andlega og líkamlega. Hann hefur á tímabilum vaxið hægt, en tekur svo þroskakippi og fer sífellt fram. Hann er þó langt á eftir jafnöldrum sínum. Nýlega lærði hann að sitja uppi en getur ekki enn myndað orð þótt hann virðist skilja það sem sagt er við hann. Guðrún Katrín, tvíburasystir hans er hins vegar alheilbrigð. Fjölskylda Ásgeirs er sú þriðja sem kynnt er til sögunnar. Forlagið leggur til 50 þúsund krónur til móts við Vísi til að auðvelda þeim lífið um jólin. Ágústa Sigurðardóttir móðir tvíburanna segir að ekki hafi hvarflað að henni að eitthvað þroskatengt yrði að Ásgeiri þegar hún gekk með hann og í ljós kom að hann var með nýrnasjúkdóm; „Í hvorugri ættinni eru litningagallar eða nýrnasjúkdómar." Litningagallinn er hins vegar sá eini sinnar tegundar sem vitað er um í heiminum. Engin fordæmi eru því fyrir hvaða afleiðingar hann hefur í för með sér. „Ég hef ekkert í höndunum sem segir að hann lifi til fjögurra ára, eða 35 ára. Það var mikið sjokk þegar hann var greindur með flogaveiki, en ég veit ekki hvort eitthvað fleira á eftir að koma upp í tengslum við litningagallann," segir Ágústa.EinangrunÞegar Ásgeir er lagður inn á spítala, sem gerist reglulega, er Ágústa bundin við sjúkrarúm hans og stundum svo dögum skiptir. Í síðustu viku var Ásgeir sem dæmi í heila viku í einangrun á Barnaspítala Hringsins eftir að hann greindist með RS vírusinn. Þá gætti bróðir Ágústu eldri bróður Ásgeirs, Kristians, og vinkona hennar gætti Guðrúnar Katrínar í nokkra daga, þar til önnur tók við.„Þetta getur verið heilmikið púsl og ég lifi nokkurs konar símalífi, bæði með að skipuleggja pössun og félagslega," segir Ágústa.Skert lífsgæði systkinannaTvíburasystkinin eru mjög náin og Guðrún Katrín passar yfirleitt upp á að hann fái eins og hún, hvort sem það er athygli, aðstoð eða annað.Fyrir utan tvíburasystur sína á Ásgeir tvö önnur systkin, Kristian 14 ára og Heklu Rún 10 ára sem býr hjá móður sinni.Lýður, faðir Ásgeirs, er sjómaður og hefur misst marga túra vegna veikinda sonarins. Þegar færi gefst fer hann þó á sjó í margar vikur til að vinna upp tekjutap.„Auðvitað skerðast lífsgæði systkyna hans, við getum ekki farið í sund eins og Guðrúnu Katrínu finnst svo gaman, því hann gæti gleypt vatn og stundum er of kalt úti, eða smá rok og þá er ekki hægt að fara á róló," segir Ágústa og bætir við að hún hafi sem dæmi ekki getað stutt eldri strákinn í fótbolta með því að mæta á leiki eða skutla honum á mót eða leiki; „því ég get ekki farið frá Ásgeiri eða tekið hann með." Tekur framförum í þroskaViðar Eðvarðsson barnalæknir og sérfræðingur í nýrnasjúkdómum barna segir að miðað við þann árangur sem Ásgeir hefur náð megi ætla að með stuðningi séu horfur hans ekki lakari en hjá öðrum börnum með þroskaseinkun.Tvisvar í viku fer Ágústa með soninn í sjúkraþjálfun og hann er í leikskóla á Selfossi þar sem hann fær fullan stuðning. Móðir hans segist viss um að hann muni læra að ganga og ná frekari þroska, en þótt hann sé afar sterkur, sé hann líka linur svo þetta muni taka einhvern tíma.Á leikskólanum Álfheimum á Selfossi hefur gengið mun betur en Ágústa þorði að vona. Starfsfólkið segir hann bræða bæði börn og fullorðna, Ásgeir sé félagslyndur, og ákveðinn. Hann muni koma sér áfram í lífinu og með smá aðstoð ætti það að geta gengið.„Fötluð börn eru ekkert öðruvísi en venjuleg börn og þurfa að vera í samfélagi við önnur börn og fullorðna," segir Lísbet Nílsdóttir sérkennslustjóri. Hún telur fjölbreytileika afar mikilvægan fyrir þroska barnanna sem læri mikið af bæði Ásgeiri og hvert öðru.„Það er sem betur fer ekki bara pláss fyrir einhverja eina tegund fólks í heiminum," segir hún.Stuðningur afar mikilvægurViðar segir afar mikilvægt að styðja við fjölskyldur langveikra barna með aðstoð, bæði líkamlegri og fjárhagslegri þar sem annað foreldri dettur yfirleitt algjörlega úr leik á vinnumarkaði.Af fundi okkar Ágústu er augljóst að álagið hefur verið gífurlegt, enda viðurkennir hún að muna ekki mikið frá fyrsta árinu. Ofan á álagið með veikindin og börnin hefur Ágústa syrgt móður sína, en hún lést undir lok meðgöngunnar og var jörðuð daginn áður en tvíburarnir fæddust.Einn daginn vonast Ágústa til að geta fengið AuPair sem gæti lært inn á Ásgeir og orðið liðtæk til að létta álaginu aðeins af henni. En til þess þarf auka herbergi sem væri reyndar hægt að útbúa. „Þetta er eitthvað sem ég þarf að fara að hugsa um því ég verð líka að hugsa um sjálfa mig til að geta hugsað um barnið," segir Ágústa.Eins og fram kom í myndbrotinu vantar ýmislegt á heimilið vegna veikindanna eins og baðkar. Þá vantar sérstakan háan stól fyrir Ásgeir til að sitja í við matarborð. Nýlega fjárfestu hjónin í litlum bíl sem nú þegar er of lítill því fjölskyldan kemst ekki öll fyrir í honum í einu með því dóti sem fylgir Ásgeiri og þá er ekki talið með það dót sem fylgir litlum börnum almennt.Og þrátt fyrir að Ágústa óttist hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Ásgeir er hún jákvæð og dugleg og umfram allt þakklát fyrir þá góðu þjónustu sem Ásgeir fær. „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, nema að ég get ekki unnið og fæ svo lítið fyrir að vera heima með honum. Það á að vera réttur manns að vera heima með veiku barni án þess að það komi illa við fjáhaginn."Þeir sem vilja styðja við þessa einstöku fjölskyldu á Selfossi geta lagt inn á reikning 0513-26-7744, kt.150473-5009.
Einstök börn Tengdar fréttir Veröld Sindra Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. 10. desember 2007 13:33 Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Lyf og heilsa styður Ellu Dís Starfsfólk Lyf og heilsu afhenti í dag fjölskyldu Ellu Dísar Laurens 100 þúsund krónur sem á að létta á þeim lífið nú yfir jólin. Áður hafði fiksbúðakeðjan Fiskisaga gefið fjölskyldunni 50 þúsund krónur. 17. desember 2007 18:55 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Veröld Sindra Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. 10. desember 2007 13:33
Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00
Lyf og heilsa styður Ellu Dís Starfsfólk Lyf og heilsu afhenti í dag fjölskyldu Ellu Dísar Laurens 100 þúsund krónur sem á að létta á þeim lífið nú yfir jólin. Áður hafði fiksbúðakeðjan Fiskisaga gefið fjölskyldunni 50 þúsund krónur. 17. desember 2007 18:55