Veröld Sindra Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 10. desember 2007 13:33 Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. Það er GK Reykjavík sem styrkir fjölskyldu Sindra um 50 þúsund krónur, auk þess sem Vísir leggur til sömu upphæð. Almenningur getur einnig lagt fjölskyldunni lið með því að leggja inn á reikning Sindra hér fyrir neðan. Sindri er með þrjú æxli í heila sem ekki er hægt að skera og eitt þeirra þrýstir svo á sjóntaugar að hann er orðinn blindur. Hann lætur þó ekki deigann síga, reis upp úr hjólastól eftir erfið veikindi á síðasta ári og gengur nú með blindrastaf. Hann hefur sýnt að jákvæðni, lífsgleði og húmor hefur átt sinn þátt í því að honum vegnar vel þrátt fyrir mikla fötlun. Hann kvartar yfirleitt ekki og er ekki að spá í hvort hann sé öðruvísi en aðrir. Sindri hóf nám í Brekkubæjarskóla sex ára gamall og er þar í sérdeild ásamt fjórum öðrum börnum sem eru bestu vinir hans. Halldóra Garðarsdóttir umsjónarkennari Sindra segir að sjónin hafi verið þokkaleg þegar hann hóf nám og þá hafi verið rætt hvort hann ætti að læra almenna stafrófið, eða blindraletur. Blindraletrið varð ofan á og nýtist honum því vel í dag þegar hann er orðinn blindur. Halldóra segist ekki hafa búist við að hann myndi ná jafn langt og hann hefur gert, og að hægt væri að gera eins miklar kröfur til hans og kennararnir geri. Hann gerir meðal annars heimanám á sérstaka blindraletursritvél. Veikindin hafa haft mikil áhrif á foreldra og fjölskyldu Sindra. Móðir hans, Guðleif Hallgrímsdóttir, hefur sem dæmi ekki getað unnið úti frá fæðingu hans vegna veikindanna, en hún var 19 ára þegar Sindri fæddist. Garðari Garðarssyni föður Sindra hefur ekki tekist að klára húsasmíðanám sem hann hóf fyrir fæðingu drengsins. Fjölskyldan þurfti að flytja í stærra og dýrara húsnæði á einni hæð en áður voru þau í gömlu húsnæði á þremur hæðum sem hentaði Sindra mjög illa. Þá þurfti að kaupa sérútbúinn bíl þegar Sindri var í hjólastól eftir veikindin 2006. Með sérstakri blindraleturstölvu myndu möguleikar Sindra á námi og tómstundum aukast, auk þess sem hann hefði kost á mun meiri afþreyingu en nú er, og það án aðstoðar frá öðrum. Tölvan er þó ekki á allra færi að kaupa, því hún kostar tæplega eina milljón. Þetta er tölva með blindraletursskjá sem lesinn er með höndunum. Þá er einnig hægt að skrifa með blindraletri á tölvuna. Þar sem Sindri er nokkuð félagslega einangraður utan skólans myndi slík tölva vera kjörin afþreying fyrir hann heima. En öllum sem þekkja til ber saman um að Sindri hafi húmor og æðruleysi gagnvart veikindum sínum. Faðir hans segir sjúkrahúsdvölina á síðasta ári endurspegla það; "Hann sagði læknunum til dæmis sömu brandarana aftur og aftur þegar hann var sem veikastur," segir Garðar. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið yfir jólin og hjálpa til við tölvukaupin geta lagt inn á reikning 0552-14-602647, kt. 280297-3489. Einstök börn Tengdar fréttir Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Í þessari viku kynnir Vísir til sögunnar fjölskyldu Sindra Dags Garðarssonar, 10 ára drengs frá Akranesi. Sindri var níu mánaða gamall þegar hann greindist með alvarlegan taugasjúkdóm og var ekki hugað líf fram yfir fjögurra ára afmælisdaginn. Það er GK Reykjavík sem styrkir fjölskyldu Sindra um 50 þúsund krónur, auk þess sem Vísir leggur til sömu upphæð. Almenningur getur einnig lagt fjölskyldunni lið með því að leggja inn á reikning Sindra hér fyrir neðan. Sindri er með þrjú æxli í heila sem ekki er hægt að skera og eitt þeirra þrýstir svo á sjóntaugar að hann er orðinn blindur. Hann lætur þó ekki deigann síga, reis upp úr hjólastól eftir erfið veikindi á síðasta ári og gengur nú með blindrastaf. Hann hefur sýnt að jákvæðni, lífsgleði og húmor hefur átt sinn þátt í því að honum vegnar vel þrátt fyrir mikla fötlun. Hann kvartar yfirleitt ekki og er ekki að spá í hvort hann sé öðruvísi en aðrir. Sindri hóf nám í Brekkubæjarskóla sex ára gamall og er þar í sérdeild ásamt fjórum öðrum börnum sem eru bestu vinir hans. Halldóra Garðarsdóttir umsjónarkennari Sindra segir að sjónin hafi verið þokkaleg þegar hann hóf nám og þá hafi verið rætt hvort hann ætti að læra almenna stafrófið, eða blindraletur. Blindraletrið varð ofan á og nýtist honum því vel í dag þegar hann er orðinn blindur. Halldóra segist ekki hafa búist við að hann myndi ná jafn langt og hann hefur gert, og að hægt væri að gera eins miklar kröfur til hans og kennararnir geri. Hann gerir meðal annars heimanám á sérstaka blindraletursritvél. Veikindin hafa haft mikil áhrif á foreldra og fjölskyldu Sindra. Móðir hans, Guðleif Hallgrímsdóttir, hefur sem dæmi ekki getað unnið úti frá fæðingu hans vegna veikindanna, en hún var 19 ára þegar Sindri fæddist. Garðari Garðarssyni föður Sindra hefur ekki tekist að klára húsasmíðanám sem hann hóf fyrir fæðingu drengsins. Fjölskyldan þurfti að flytja í stærra og dýrara húsnæði á einni hæð en áður voru þau í gömlu húsnæði á þremur hæðum sem hentaði Sindra mjög illa. Þá þurfti að kaupa sérútbúinn bíl þegar Sindri var í hjólastól eftir veikindin 2006. Með sérstakri blindraleturstölvu myndu möguleikar Sindra á námi og tómstundum aukast, auk þess sem hann hefði kost á mun meiri afþreyingu en nú er, og það án aðstoðar frá öðrum. Tölvan er þó ekki á allra færi að kaupa, því hún kostar tæplega eina milljón. Þetta er tölva með blindraletursskjá sem lesinn er með höndunum. Þá er einnig hægt að skrifa með blindraletri á tölvuna. Þar sem Sindri er nokkuð félagslega einangraður utan skólans myndi slík tölva vera kjörin afþreying fyrir hann heima. En öllum sem þekkja til ber saman um að Sindri hafi húmor og æðruleysi gagnvart veikindum sínum. Faðir hans segir sjúkrahúsdvölina á síðasta ári endurspegla það; "Hann sagði læknunum til dæmis sömu brandarana aftur og aftur þegar hann var sem veikastur," segir Garðar. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið yfir jólin og hjálpa til við tölvukaupin geta lagt inn á reikning 0552-14-602647, kt. 280297-3489.
Einstök börn Tengdar fréttir Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Veröld Ellu Dísar Fram að jólum ætlar Vísir að styrkja fjórar fjölskyldur alvarlegra veikra barna í samvinnu við fjögur fyrirtæki. Í hverri viku leggur Vísir til 50 þúsund krónur og skorar á eitt fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 5. desember 2007 13:00