Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður 11. nóvember 2008 08:26 Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður. Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði. Bjarni sendi aðstoðarmanni sínum tölvubréf í gærkvöld með þeim fyrirmælum að senda bréfið fjölmiðlamönnum undir nafnleynd en sendi óvart tölvubréfið á alla fjölmiðla. Í harðorðu bréfinu, sem fylgir tölvupóstinum og undirritað er af tveimur framsóknarmönnum, er Valgerður minnt á ábyrgð hennar við einkavæðingu bankanna. Þá eru gerðar miklar athugasemdir við afstöðu Valgerðar gagnvart Evrópusambandinu. „Ég er alveg undrandi," sagði Valgerður þegar hún var innt eftir viðbrögðum við bréfinu í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. „Þetta er náttúrulega forkastanlegt og eitthvað það ljótasta sem ég hef séð á mínum ferli sem þingmaður," sagði Valgerður enn fremur. Hún sagðist hafa fengið mikil viðbrögð frá flokksmönnum í gærkvöldi sem væru eyðilagðir yfir þessum vinnubrögðum Bjarna. Sagði Valgerður að haldnir yrðu fundir í stofnunum flokksins vegna málsins á næstu dögum og von væri á ályktunum vegna þessa. Aðspurð um stöðu Bjarna sagði Valgerður að hún væri mjög erfið og hann hlyti að gera sér grein fyrir að þessu væri lokið hjá honum. Aðspurð sagðist hún þó ekki myndu krefjast þess að að hann segði af sér þingmennsku en hún vildi höfða til samvisku Bjarna. Það myndu berast ályktanir sem yrðu á þá lund. Vísað var til bréfsins sem framsóknarmennirnir tveir sendu Valgerði. Þar var hún gagnrýndi fyrir að tala niður krónuna og fyrir að fara gegn formanninum Guðna Ágústssyni. Valgerður sagðist ekki vita hvert mennirnir væru að fara varðandi yfirlýsingar um formanninn en hún hefði hins vegar löngu gert sér grein fyrir að íslenska króna væri ekki framtíðargjaldmiðill. Það hefði hún sagt fyrir um þremur árum. Hún sagði enn fremur að það væri mismunandi skoðanir innan Framsóknarflokksins í Evrópumálum en menn gætu ekkert afsakað sig með því. Aðspurð hvaða tilgangur væri á bak við þetta hjá Bjarna sagði Valgerður rétt að hann svaraði því. Hann ætlaði líklega að ná sér niður á henni „og koma mér í vandræði en ég hef nú marga fjöruna sopið um dagana," sagði Valgerður.
Tengdar fréttir Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Bjarni hugðist vega að Valgerði Sverris úr launsátri Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali hugðist senda aðstoðarmanni sínum tölvubréf nú undir kvöld. 10. nóvember 2008 21:15