Innlent

Óánægja blaðamanna skiljanleg

Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að sú óánægja sem hafi orðið á meðal blaðamanna sem biðu viðbragða hjá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að loknum fundi þeirra í Valhöll í gær sé skiljanleg.

„Fyrirkomulag blaðamannafundarins var ákveðið af borgarfulltrúum í því augnamiði að gera fundinn markvissari, en samvinna við fjölmiðla um það fyrirkomulag gekk því miður ekki þrautalaust. Vafalítið spilar þar inn í að fyrir misskilning töldu fjölmiðlar að fundinum lyki mun fyrr en raunin varð og menn því orðnir þreyttir og pirraðir eftir langa bið," segir Andri.

Andri segist glaður vera til í að sitjast niður með fulltrúum blaðamannafélagsins og fara yfir þessi mál verði þess óskað.

Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í dag að sú framkoma sem fjölmiðlar hefðu mætt í Valhöll í gær, þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ávarpaði fjölmiðla, væri að hennar mati með öllu ólíðandi. Hún byggist við að málið yrði skoðað á vettvangi Blaðamannafélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×