Myndir af vélinni sem fórst undan ströndum Íslands í gær Andri Ólafsson skrifar 12. febrúar 2008 00:43 Þetta er vélin sem fórst undan ströndum Íslands í gær. Cessna 310 vélin sem fórst seinnipartinn í gær var seld þann 1. febrúar síðastliðinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum að nafni ILS inc. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins til að fá upplýsingar um ferðir vélarinnar en heimildarmenn Vísis segja að líklega hafi verið um svokallað ferjuflug að ræða. Það er þegar kaupandi flugvélar, eða einhver á hans vegum, fer með vél sem hann hefur nýleg keypt á þann stað sem hann ætlar að geyma vélina. Flugmaðurinm sem var um borð í vélinni sem fórst var breskur og því hafi líkur verið leiddar að því að hann hafi ætlað til Englands. Hér fyrir neðan er myndaalbúm sem hefur að geyma ljósmyndir af vélinni sem fórst í gær. Vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Hún var hins vegar tekin í gegn árið 1998 að sögn þeirra sem höfðu milligöngu um sölu hennar fyrir skemmstu. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Eins og fyrr segir gekk fyrirtækið ILS frá kaupum Cessna vélarinnar þann 1. febrúar. Heimildir Vísi herma að seljandinn sé staðsettur í Flórida. Á þriðjudaginn síðasta var vélinni flogið þaðan áleiðis til Suffolk í Virginíu fylki og þaðan áleiðis norður til New York. Á miðvikudaginn síðasta var vélinni svo flogið frá Albany í New York fylki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Í gær var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Í morgun hélt vélin svo frá Grænlandi og var henni stefnt til Reykjavíkur. Það var á þeirri leið sem annar hreyfill vélarinnar gaf sig með þeim afleiðingum að hún hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík. Flugmaður vélarinnar er talinn af. Flugmaðurinn sem fórst sat vinstra megin í vélinni. Það er hins vegar gengið inn í hana hægra meginn frá.Í vélum af þessu tagi er venjulega björgunarbátur. Í söluyfirliti vélarinnar sem fórst í gær er hins vegar engu getið um slíkan öryggisbúnað.Þetta er vélin sem fórst í gær. Annar hreyflinn gaf sig á flugi frá Grænlandi til Íslands. Þegar flugmaður vélarinnar náði ekki að færa eldsneyti frá bilaða hreyflinum í þann sem virkaði vissi hann að hann myndi fara í sjóinn.Eins og sjá má voru nokkur nýleg staðsetningartæki í vélinni.Hérna sjást þau betur.Sex farþegar komast fyrir í flugvélar af þessu tagi. Aðeins einn var um borð þegar þessi vél hrapaði í gær. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Cessna 310 vélin sem fórst seinnipartinn í gær var seld þann 1. febrúar síðastliðinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum að nafni ILS inc. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins til að fá upplýsingar um ferðir vélarinnar en heimildarmenn Vísis segja að líklega hafi verið um svokallað ferjuflug að ræða. Það er þegar kaupandi flugvélar, eða einhver á hans vegum, fer með vél sem hann hefur nýleg keypt á þann stað sem hann ætlar að geyma vélina. Flugmaðurinm sem var um borð í vélinni sem fórst var breskur og því hafi líkur verið leiddar að því að hann hafi ætlað til Englands. Hér fyrir neðan er myndaalbúm sem hefur að geyma ljósmyndir af vélinni sem fórst í gær. Vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Hún var hins vegar tekin í gegn árið 1998 að sögn þeirra sem höfðu milligöngu um sölu hennar fyrir skemmstu. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Eins og fyrr segir gekk fyrirtækið ILS frá kaupum Cessna vélarinnar þann 1. febrúar. Heimildir Vísi herma að seljandinn sé staðsettur í Flórida. Á þriðjudaginn síðasta var vélinni flogið þaðan áleiðis til Suffolk í Virginíu fylki og þaðan áleiðis norður til New York. Á miðvikudaginn síðasta var vélinni svo flogið frá Albany í New York fylki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Í gær var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Í morgun hélt vélin svo frá Grænlandi og var henni stefnt til Reykjavíkur. Það var á þeirri leið sem annar hreyfill vélarinnar gaf sig með þeim afleiðingum að hún hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík. Flugmaður vélarinnar er talinn af. Flugmaðurinn sem fórst sat vinstra megin í vélinni. Það er hins vegar gengið inn í hana hægra meginn frá.Í vélum af þessu tagi er venjulega björgunarbátur. Í söluyfirliti vélarinnar sem fórst í gær er hins vegar engu getið um slíkan öryggisbúnað.Þetta er vélin sem fórst í gær. Annar hreyflinn gaf sig á flugi frá Grænlandi til Íslands. Þegar flugmaður vélarinnar náði ekki að færa eldsneyti frá bilaða hreyflinum í þann sem virkaði vissi hann að hann myndi fara í sjóinn.Eins og sjá má voru nokkur nýleg staðsetningartæki í vélinni.Hérna sjást þau betur.Sex farþegar komast fyrir í flugvélar af þessu tagi. Aðeins einn var um borð þegar þessi vél hrapaði í gær.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira