Myndir af vélinni sem fórst undan ströndum Íslands í gær Andri Ólafsson skrifar 12. febrúar 2008 00:43 Þetta er vélin sem fórst undan ströndum Íslands í gær. Cessna 310 vélin sem fórst seinnipartinn í gær var seld þann 1. febrúar síðastliðinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum að nafni ILS inc. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins til að fá upplýsingar um ferðir vélarinnar en heimildarmenn Vísis segja að líklega hafi verið um svokallað ferjuflug að ræða. Það er þegar kaupandi flugvélar, eða einhver á hans vegum, fer með vél sem hann hefur nýleg keypt á þann stað sem hann ætlar að geyma vélina. Flugmaðurinm sem var um borð í vélinni sem fórst var breskur og því hafi líkur verið leiddar að því að hann hafi ætlað til Englands. Hér fyrir neðan er myndaalbúm sem hefur að geyma ljósmyndir af vélinni sem fórst í gær. Vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Hún var hins vegar tekin í gegn árið 1998 að sögn þeirra sem höfðu milligöngu um sölu hennar fyrir skemmstu. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Eins og fyrr segir gekk fyrirtækið ILS frá kaupum Cessna vélarinnar þann 1. febrúar. Heimildir Vísi herma að seljandinn sé staðsettur í Flórida. Á þriðjudaginn síðasta var vélinni flogið þaðan áleiðis til Suffolk í Virginíu fylki og þaðan áleiðis norður til New York. Á miðvikudaginn síðasta var vélinni svo flogið frá Albany í New York fylki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Í gær var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Í morgun hélt vélin svo frá Grænlandi og var henni stefnt til Reykjavíkur. Það var á þeirri leið sem annar hreyfill vélarinnar gaf sig með þeim afleiðingum að hún hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík. Flugmaður vélarinnar er talinn af. Flugmaðurinn sem fórst sat vinstra megin í vélinni. Það er hins vegar gengið inn í hana hægra meginn frá.Í vélum af þessu tagi er venjulega björgunarbátur. Í söluyfirliti vélarinnar sem fórst í gær er hins vegar engu getið um slíkan öryggisbúnað.Þetta er vélin sem fórst í gær. Annar hreyflinn gaf sig á flugi frá Grænlandi til Íslands. Þegar flugmaður vélarinnar náði ekki að færa eldsneyti frá bilaða hreyflinum í þann sem virkaði vissi hann að hann myndi fara í sjóinn.Eins og sjá má voru nokkur nýleg staðsetningartæki í vélinni.Hérna sjást þau betur.Sex farþegar komast fyrir í flugvélar af þessu tagi. Aðeins einn var um borð þegar þessi vél hrapaði í gær. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Cessna 310 vélin sem fórst seinnipartinn í gær var seld þann 1. febrúar síðastliðinn til fyrirtækis í Bandaríkjunum að nafni ILS inc. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins til að fá upplýsingar um ferðir vélarinnar en heimildarmenn Vísis segja að líklega hafi verið um svokallað ferjuflug að ræða. Það er þegar kaupandi flugvélar, eða einhver á hans vegum, fer með vél sem hann hefur nýleg keypt á þann stað sem hann ætlar að geyma vélina. Flugmaðurinm sem var um borð í vélinni sem fórst var breskur og því hafi líkur verið leiddar að því að hann hafi ætlað til Englands. Hér fyrir neðan er myndaalbúm sem hefur að geyma ljósmyndir af vélinni sem fórst í gær. Vélin sem fórst var framleidd árið 1968. Hún var hins vegar tekin í gegn árið 1998 að sögn þeirra sem höfðu milligöngu um sölu hennar fyrir skemmstu. Söluverð hennar var um 129 þúsund bandaríkjadollarar eða tæpar níu milljón íslenskra króna. Eins og fyrr segir gekk fyrirtækið ILS frá kaupum Cessna vélarinnar þann 1. febrúar. Heimildir Vísi herma að seljandinn sé staðsettur í Flórida. Á þriðjudaginn síðasta var vélinni flogið þaðan áleiðis til Suffolk í Virginíu fylki og þaðan áleiðis norður til New York. Á miðvikudaginn síðasta var vélinni svo flogið frá Albany í New York fylki til Sept Iles eyju í Quebec í Kanada. Í gær var henni svo flogið til Goose Bay í Kanada og þaðan áfram til Narsarsuaq á Grænlandi. Í morgun hélt vélin svo frá Grænlandi og var henni stefnt til Reykjavíkur. Það var á þeirri leið sem annar hreyfill vélarinnar gaf sig með þeim afleiðingum að hún hrapaði í sjóinn um 50 sjómílum vestur af Keflavík. Flugmaður vélarinnar er talinn af. Flugmaðurinn sem fórst sat vinstra megin í vélinni. Það er hins vegar gengið inn í hana hægra meginn frá.Í vélum af þessu tagi er venjulega björgunarbátur. Í söluyfirliti vélarinnar sem fórst í gær er hins vegar engu getið um slíkan öryggisbúnað.Þetta er vélin sem fórst í gær. Annar hreyflinn gaf sig á flugi frá Grænlandi til Íslands. Þegar flugmaður vélarinnar náði ekki að færa eldsneyti frá bilaða hreyflinum í þann sem virkaði vissi hann að hann myndi fara í sjóinn.Eins og sjá má voru nokkur nýleg staðsetningartæki í vélinni.Hérna sjást þau betur.Sex farþegar komast fyrir í flugvélar af þessu tagi. Aðeins einn var um borð þegar þessi vél hrapaði í gær.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira