Varla hægt að selja vinnuvélar án vitundar stjórnenda Mest Óli Tynes skrifar 10. september 2008 16:45 Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á. Innlent Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira
Lögmaður SP-Fjármögnunar segir erfitt að sjá hvernig stjórnendur Mest hafi komist hjá því að vita að verið var að selja vinnuvélar í eigu SP. Mest hafði fengið vélarnar á fjármögnunarleigusamningi. SP-Fjármögnun var hinsvegar eigandinn og ekki mátti selja vélarnar án skriflegs leyfis þaðan. Sala Mest á vinnuvélunum hófst þegar síðla árs 2006. Brynjar Níelsson lögmaður SP segir að það hljóti að hafa komið fram í reikningum sem stjórnendurnir sáu og þessir menn séu engir aular. Þeir hafi auðvitað haft ríka eftirlitsskyldu í fyrirtækinu. Mest seldi vélar í eigu SP fyrir á annað hundrað milljónir króna til tólf verktaka. Dæmi er um að vinnuvél hafi verið seld aðeins tveim mánuðum eftir að hún var fengin á fjármögnunarleigusamningi hjá SP. Það vekur spurningar um hvort Mest hafi tekið út vinnuvélar hjá SP á fölskum forsendum. Til þess aðeins að selja þær og afla lausafjár. Brynjar Níelsson segir óhjákvæmilegt að málið fari til lögreglunnar. Mest hélt áfram að greiða leigu fyrir tækin og þau voru áfram skráð sem eign SP hjá Vinnueftirlitinu. Þetta komst því ekki upp fyrr en fyrirtækið varð gjaldþrota. Brynjar sagði í samtali við Vísi að þeim þætti afskaplega þungt að þurfa að sækja vinnuvélarnar til verktaka sem keyptu þær í góðri trú. Verktakarnir hefðu þó átt að geta áttað sig á málinu því þeim beri að tilkynna Vinnueftirlitinu um eigendaskiptin. Reglurnar eru þannig að bæði seljandi og kaupandi eiga að tilkynna eftirlitinu um breytingu á eignarhaldi. Verktaki sem undirritaði tilkynningu um eigendaskipti hjá Mest segir að hann hafi haldið að fyrirtækið sæi um að koma tilkynningunni áfram. Brynjar segir að verktökunum sé vorkunn í þessu efni. Þeir hafi jú verið að eiga viðskipti við stórfyrirtækið Mest, en ekki einhvern óþekktan dela sem þeir vissu engin deili á.
Innlent Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira