Innlent

Flest skíðasvæði landsins opin

MYND/Vilhelm

Flest skíðasvæði landsins eru opin í dag. Opið er í Bláfjöllum frá klukkan 10 til 18 en þar er nánast logn og frost þrjár gráður. Í Skálafelli er einnig opið frá klukkan 10 til 18 en þar er smá snjókomma.

Hlíðarfjall á Akureyri er opið frá klukkan 10 til klukkan sautján. Hægur vindur er í fjallinu og úrkomulaust.

Skíðasvæðið í Tindastól í Skagafirði verður opið frá 11 til 17 í dag, þar er nánast logn og þriggja gráðu frost. Þá er skíðasvæðið á Siglufirði opið í dag frá klukkan 11 til 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×