Enski boltinn

Rekinn af velli fyrir að slá til samherja

Fuller missti stjórn á sér og fékk að líta rauða spjaldið
Fuller missti stjórn á sér og fékk að líta rauða spjaldið AFP

Undarleg uppákoma átti sér stað í leik West Ham og Stoke í dag þar sem Ricardo Fuller hjá Stoke var rekinn af velli fyrir að slá til liðsfélaga síns Andy Griffin.

Atvikið átti sér stað í kjölfar þess að Carlton Cole skoraði jöfnunarmark West Ham í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir Fuller og Griffin fóru að hnakkrífast og ýta við hvor öðrum. Viðskiptum þeirra lauk með því að Fuller sló til félaga síns og gaf dómaranum þann kost einan að veifa rauða spjaldinu.

Uppákoma þessi þykir minna nokkuð á slagsmál þeirra Kieron Dyer og Lee Bowyer þegar þeir voru samherjar hjá Newcastle árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×