Innlent

Aðstaða fyrir þyrluna til staðar á Akureyri

Eins og sjá má er fínasta aðstaða á Akureyri fyrir björgunarþyrlu.
Eins og sjá má er fínasta aðstaða á Akureyri fyrir björgunarþyrlu.

Öll aðstaða er til staðar á Akureyri fyrir björgunarþyrlu en hingað til hefur ástæða þess að björgunarþyrla er ekki staðsett þar verið sögð sú að aðstöðuna vantaði. Þingmenn Norðurkjördæmis sem og svietarfélögin á Norðurlandi og Læknafélag Íslands hafa farið fram á að ein björgunarþyrla sé staðsett nyrðra.

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga sem nokkrir af þingmönnum kjördæmisins lögðu fram þess efnis að fela skuli ríkisstjórninni að tryggja að Landhelgisgæsla Íslands haldi úti björgunarþyrlu frá Akureyri. Þá hefur stjórn Læknafélags Íslands farið fram á það við stjórnvöld að ein af þyrlunum verði staðsett á Akureyri enda séu gerðar kröfum um það í samfélaginu að bráðveikum og slösuðum verði komið undir læknishendur á sem stystum tíma og að íbúar landsins sitji við sama borð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF - Líf er nú stödd á Akureyri við æfingar. Eigendur nýs flugskýlis á staðnum báðu gæslumenn að athuga hvort þyrlan kæmist í nýtt skýli á staðnum og gekk það að sögn eigenda vel. Skýlið er í eigu sjúkraflugsins á Akureyri sem segir aðstöðuna á Akureyri fyrir björgunarþyrlu til fyrirmyndar. Kristján Víkingsson einn eiganda skýlisins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að búið væri að bjóða gæslunni aðstöðu á flugvellinum og nú sé það í höndum dómsmálaráðherra að ákeða hvort björgunarþyrla verði staðsett á Akureyri árið um kring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×