Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer 18. janúar 2008 11:54 Friðrik Ólafsson segir sorglegt að einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar sé fallinn frá. MYND/Stefán Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira