Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer 18. janúar 2008 11:54 Friðrik Ólafsson segir sorglegt að einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar sé fallinn frá. MYND/Stefán Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent