Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer 18. janúar 2008 11:54 Friðrik Ólafsson segir sorglegt að einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar sé fallinn frá. MYND/Stefán Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira