Íslenski boltinn

Garðar hefði mátt flauta leikinn af

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Örn Hinriksson stóð í ströngu í leik KR og ÍA í gær.
Garðar Örn Hinriksson stóð í ströngu í leik KR og ÍA í gær.

Garðar Örn Hinriksson hafði fulla heimild til að flauta leik KR og ÍA af eins og hann hótaði að gera ef Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, myndi ekki fara að fyrirmælum hans.

Garðar Örn gaf Guðjóni rauða spjaldið í hálfleik. Guðjón kom sér fyrir meðal áhorfenda skammt frá varamannaskýli ÍA en forráðamenn KR gleymdu að girða af svæðið með borða sem var svo gert síðar í leiknum.

Í knattspyrnulögunum sem birt eru á heimasíðu KSÍ segir eftirfarandi um rétt og skyldur dómara:

„Dómari grípur til aðgerða gegn forráðamönnum liðs, sem ekki haga sér með ábyrgum hætti, og getur að eigin mati vísað þeim frá leikvellinum og næsta umhverfi hans."

„Dómari stöðvar, frestar eða slítur leiknum eftir hans eigin mati vegna hvers kyns brota á knattspyrnulögunum."

Garðar var því heimilt að vísa Guðjóni eins langt frá leikvellinum og næsta umhverfi hans eins og honum sýndist. Enn fremur var honum heimilt að slíta leiknum ef ekki væri farið eftir fyrirmælum hans.






Tengdar fréttir

Garðar: Dómarar hata ekki ÍA

Garðar Örn Hinriksson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í leik KR og ÍA í gær.

Heimir og Pétur ósammála um meint brot

Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum.

Guðjón: Ég vorkenni svona fólki

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum.

Láðist að setja upp borðann

Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær.

Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar

ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur.

Stefán: Þetta gengur ekki

KR-ingar unnu sinn þriðja deildarleik í röð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍA í dramatískum leik í kvöld. Skagamenn fengu að líta þrjú rauð spjöld.

Stefán Logi: Algert óviljaverk

Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær.

Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband)

Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×