Íslenski boltinn

Heimir og Pétur ósammála um meint brot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik KR og ÍA í gær.
Úr leik KR og ÍA í gær. Mynd/Valli

Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum.

Sjá má myndskeið af mörkum KR í gær með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

„Ég upplifi þetta ekki þannig að ég hafi brotið á honum," sagði Pétur í samtali við Vísi. „Það var alls enginn ásetningur um brot."

„Ég held að hann hafi hoppað tölvert á eftir mér og þegar ég hoppaði upp í skallaboltann kom ég ekki við hann. En ég upplifði það þannig að hann hafi hoppað upp í olnbogann á mér. Ég náði hreinum skalla."

Heimir segir að um klárt brot hefði verið að ræða að sínu mati. „Ég er að hoppa upp í skallabolta og hann kom með olnbogann í mig fyrir ofan eyrað. Ég er talsvert bólginn eftir þetta," sagði Heimir.

Pétur segir þó að einhvern tímann hefði verið dæmt á hann. „Það er mikið af leikmönnum inn í teignum í föstum leikatriðum og viðbúið að menn lendi saman. En ég klifraði ekki upp á hann. Það er þó dæmt á ýmislegt inn í teig og hefði sjálfsagt einhvern tímann verið dæmt á þetta."




Tengdar fréttir

Garðar: Dómarar hata ekki ÍA

Garðar Örn Hinriksson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í leik KR og ÍA í gær.

Guðjón: Ég vorkenni svona fólki

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum.

Láðist að setja upp borðann

Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær.

Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar

ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur.

Stefán: Þetta gengur ekki

KR-ingar unnu sinn þriðja deildarleik í röð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍA í dramatískum leik í kvöld. Skagamenn fengu að líta þrjú rauð spjöld.

Stefán Logi: Algert óviljaverk

Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær.

Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband)

Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×