Íslenski boltinn

Stefán Logi: Algert óviljaverk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hugað að Stefáni Loga í gær.
Hugað að Stefáni Loga í gær. Mynd/Stefán

Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær.

Garðar Örn Hinriksson dómari dæmdi hins vegar brot og gaf Svadumovic gult spjald fyrir. Hann mótmælti og Garðar gaf honum þá aftur gult og þar með rautt.

„Ég er nýbúinn að slíta liðbönd og þess vegna blótaði ég. En að öðru leyti sagði ég ekki orð," sagði Stefán. „Þarna átti sér snerting stað. Hann steig ofan á vinstri löppina mína þegar ég stend í hana. Það er þó algjört óviljaverk og enginn illur ásetningur sem bjó þar að baki. Þetta var samt mjög vont."

„En ég missti boltann of langt frá mér sem bauð upp á þetta," bætti Stefán Logi. „En ég þekki þennan strák ekki að öðru en að vera mjög heiðarlegur."

„Svona er fótboltinn bara. Maður hefur séð mun verri brot sem hefur ekki verið dæmt á."




Tengdar fréttir

Garðar: Dómarar hata ekki ÍA

Garðar Örn Hinriksson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í leik KR og ÍA í gær.

Heimir og Pétur ósammála um meint brot

Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum.

Guðjón: Ég vorkenni svona fólki

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum.

Láðist að setja upp borðann

Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær.

Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar

ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur.

Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband)

Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×