Garðar: Dómarar hata ekki ÍA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2008 11:39 Garðar Örn Hinriksson knattspyrnudómari. Garðar Örn Hinriksson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í leik KR og ÍA í gær. „Ég stend við þetta allt saman og er ég búinn að skoða þetta í sjónvarpi," sagði Garðar í samtali við Vísi um ákvarðanir sínar í leiknum í gær. Hann gaf þrjú rauð spjöld í leiknum. Vjekoslav Svadumovic og Bjarni Guðjónsson fengu báðir tvær áminningar og þar með rautt auk þess sem Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rautt í hálfleik. Guðjón var ómyrkur í máli gagnvart Garðari og KSÍ eftir leik í gær. Það má smella á hlekk hér að neðan til að sjá viðtalið við Guðjón. „Ég ætla ekki að svara orðum Guðjóns. KSÍ verður að gera það," sagði Garðar. „En það hefur oft verið sagt um dómara að ef þeir þora ekki að fara alla leið þá eru þeir kallaðir gungur. Ef þeir fara alla leið og þora að taka á hlutunum þá eru þeir kallaðir athyglissjúkir." „Dómarar fá yfirleitt neikvæða athygli þegar athyglin berst að þeim. Ég er alls ekki að sækjast eftir neikvæðri athygli. Ég er ekki í þessu til að komast í sviðsljósið heldur til að vinna mitt starf og sinna því sem mér finnst gaman að gera." Eftir að Guðjón fékk að líta rauða spjaldið kom hann sér fyrir ásamt áhorfendum sem stóðu stutt frá varamannaskýli ÍA. Garðar Örn stöðvaði fljótlega leikinn og rak hann lengra í burtu. Einnig hótaði hann því að flauta leikinn af. Guðjón sagði í viðtali eftir leikinn að hann hefði séð eftir því að láta ekki reyna á það. „Ég hef klárlega það leyfi til að flauta leikinn af," sagði Garðar. „Þjálfari í banni má ekki standa þarna þar sem þjálfarinn stóð. Þetta er bannað, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður sem hefur fengið rauða spjaldið. Þá mega þeir ekki vera þarna, þó þeir séu í kringum áhorfendur." ÍA hefur nú fengið að líta rauða spjaldið sex sinnum í sumar. Það liggur því beinast við að spyrja Garðar hvort dómarar hati ÍA. „Dómarar hata ekki ÍA frekar en KR, Val, Þrótt, Stokkseyri eða önnur lið. Ef við gerðum það gætum við ekki sinnt okkar störfum. Ég veit ekki til þess að neinn dómari hati eitthvað ákveðið félag." Og hann treystir sér til að dæma aftur leik með ÍA í næstu umferð.„Það væri ekkert mál. Leikurinn í gær er búinn og nú tekur annar leikur við. Mér hefur alltaf þótt gaman að dæma hjá ÍA, hvort sem menn trúa því eða ekki. Ég hef ekkert á móti ÍA og óska þeim alls hins besta." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir og Pétur ósammála um meint brot Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum. 1. júlí 2008 13:45 Guðjón: Ég vorkenni svona fólki Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum. 1. júlí 2008 11:30 Láðist að setja upp borðann Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær. 1. júlí 2008 12:19 „Þýðir ekkert að tala við þessi fífl“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk rautt spjald fyrir að vísa til dómara leiksins sem „fífl“ í hálfleik leiks KR og ÍA í gær. 1. júlí 2008 11:09 Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur. 30. júní 2008 23:49 Stefán Logi: Algert óviljaverk Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær. 1. júlí 2008 12:44 Þrjú rauð spjöld á ÍA sem tapaði á KR-vellinum KR vann 2-0 sigur á ÍA í Landsbankadeildinni í kvöld. Garðar Örn Hinriksson dómari gaf Skagamönnum þrjú rauð spjöld, þar á meðal þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni. 30. júní 2008 19:15 Umdeild mörk KR-inga gegn ÍA (myndband) KR vann í gær 2-0 sigur á ÍA en bæði mörkin sem komu í leiknum þóttu umdeild. Nú er hægt að skoða mörkin hér á Vísi. 1. júlí 2008 11:27 Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband) Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA. 1. júlí 2008 11:18 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í leik KR og ÍA í gær. „Ég stend við þetta allt saman og er ég búinn að skoða þetta í sjónvarpi," sagði Garðar í samtali við Vísi um ákvarðanir sínar í leiknum í gær. Hann gaf þrjú rauð spjöld í leiknum. Vjekoslav Svadumovic og Bjarni Guðjónsson fengu báðir tvær áminningar og þar með rautt auk þess sem Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rautt í hálfleik. Guðjón var ómyrkur í máli gagnvart Garðari og KSÍ eftir leik í gær. Það má smella á hlekk hér að neðan til að sjá viðtalið við Guðjón. „Ég ætla ekki að svara orðum Guðjóns. KSÍ verður að gera það," sagði Garðar. „En það hefur oft verið sagt um dómara að ef þeir þora ekki að fara alla leið þá eru þeir kallaðir gungur. Ef þeir fara alla leið og þora að taka á hlutunum þá eru þeir kallaðir athyglissjúkir." „Dómarar fá yfirleitt neikvæða athygli þegar athyglin berst að þeim. Ég er alls ekki að sækjast eftir neikvæðri athygli. Ég er ekki í þessu til að komast í sviðsljósið heldur til að vinna mitt starf og sinna því sem mér finnst gaman að gera." Eftir að Guðjón fékk að líta rauða spjaldið kom hann sér fyrir ásamt áhorfendum sem stóðu stutt frá varamannaskýli ÍA. Garðar Örn stöðvaði fljótlega leikinn og rak hann lengra í burtu. Einnig hótaði hann því að flauta leikinn af. Guðjón sagði í viðtali eftir leikinn að hann hefði séð eftir því að láta ekki reyna á það. „Ég hef klárlega það leyfi til að flauta leikinn af," sagði Garðar. „Þjálfari í banni má ekki standa þarna þar sem þjálfarinn stóð. Þetta er bannað, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður sem hefur fengið rauða spjaldið. Þá mega þeir ekki vera þarna, þó þeir séu í kringum áhorfendur." ÍA hefur nú fengið að líta rauða spjaldið sex sinnum í sumar. Það liggur því beinast við að spyrja Garðar hvort dómarar hati ÍA. „Dómarar hata ekki ÍA frekar en KR, Val, Þrótt, Stokkseyri eða önnur lið. Ef við gerðum það gætum við ekki sinnt okkar störfum. Ég veit ekki til þess að neinn dómari hati eitthvað ákveðið félag." Og hann treystir sér til að dæma aftur leik með ÍA í næstu umferð.„Það væri ekkert mál. Leikurinn í gær er búinn og nú tekur annar leikur við. Mér hefur alltaf þótt gaman að dæma hjá ÍA, hvort sem menn trúa því eða ekki. Ég hef ekkert á móti ÍA og óska þeim alls hins besta."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir og Pétur ósammála um meint brot Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum. 1. júlí 2008 13:45 Guðjón: Ég vorkenni svona fólki Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum. 1. júlí 2008 11:30 Láðist að setja upp borðann Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær. 1. júlí 2008 12:19 „Þýðir ekkert að tala við þessi fífl“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk rautt spjald fyrir að vísa til dómara leiksins sem „fífl“ í hálfleik leiks KR og ÍA í gær. 1. júlí 2008 11:09 Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur. 30. júní 2008 23:49 Stefán Logi: Algert óviljaverk Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær. 1. júlí 2008 12:44 Þrjú rauð spjöld á ÍA sem tapaði á KR-vellinum KR vann 2-0 sigur á ÍA í Landsbankadeildinni í kvöld. Garðar Örn Hinriksson dómari gaf Skagamönnum þrjú rauð spjöld, þar á meðal þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni. 30. júní 2008 19:15 Umdeild mörk KR-inga gegn ÍA (myndband) KR vann í gær 2-0 sigur á ÍA en bæði mörkin sem komu í leiknum þóttu umdeild. Nú er hægt að skoða mörkin hér á Vísi. 1. júlí 2008 11:27 Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband) Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA. 1. júlí 2008 11:18 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Heimir og Pétur ósammála um meint brot Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum. 1. júlí 2008 13:45
Guðjón: Ég vorkenni svona fólki Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum. 1. júlí 2008 11:30
Láðist að setja upp borðann Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær. 1. júlí 2008 12:19
„Þýðir ekkert að tala við þessi fífl“ Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk rautt spjald fyrir að vísa til dómara leiksins sem „fífl“ í hálfleik leiks KR og ÍA í gær. 1. júlí 2008 11:09
Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur. 30. júní 2008 23:49
Stefán Logi: Algert óviljaverk Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær. 1. júlí 2008 12:44
Þrjú rauð spjöld á ÍA sem tapaði á KR-vellinum KR vann 2-0 sigur á ÍA í Landsbankadeildinni í kvöld. Garðar Örn Hinriksson dómari gaf Skagamönnum þrjú rauð spjöld, þar á meðal þjálfaranum Guðjóni Þórðarsyni. 30. júní 2008 19:15
Umdeild mörk KR-inga gegn ÍA (myndband) KR vann í gær 2-0 sigur á ÍA en bæði mörkin sem komu í leiknum þóttu umdeild. Nú er hægt að skoða mörkin hér á Vísi. 1. júlí 2008 11:27
Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband) Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA. 1. júlí 2008 11:18