Íslenski boltinn

Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik hjá Skagamönnum í sumar.
Úr leik hjá Skagamönnum í sumar.

ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur.

Markatala Skagamanna þegar liðið er manni færri í sumar er 2-2 en Skagamenn hafa tvisvar tryggt sér stig með jöfnunarmarki þrátt fyrir að vera tíu gegn ellefu inn á vellinum.

Garðar Örn Hinriksson hefur gefið fjögur af þessum sex rauðu spjölum en það vekur mikla athygli að enginn leikmanna liðsins, sem hefur fengið að líta rautt spjald, spilar sem varnarmaður.

1. umferð, 10.maí Breiðablik (heima)

Jón Vilhelm Ákason fyrir tvö gul spjöld á 31. og 60. mínútu

Dómari: Garðar Örn Hinriksson

Tími: 30 mínútur, ÍA vann hann 1-0

4. umferð, 25.maí Keflavík (úti)

Stefán Þór Þórðarson fyrir tvö gul spjöld á 6. og 83. mínútu

Dómari: Ólafur Ragnarsson

Tími: 7 mínútur, ÍA tapaði honum 0-1

6. umferð, 8. júní HK (úti)

Stefán Þór Þórðarson beint rautt spjald á 51. mínútu

Dómari: Einar Örn Daníelsson

Tími: 39 mínútur, ÍA vann hann 1-0

7. umferð, 15. júní Valur (heima)

Andri Júlíusson fyrir tvö gul spjöld á 71. og 81. mínútu

Dómari: Garðar Örn Hinriksson

Tími: 9 mínútur, fór 0-0

9. umferð, 30. júní KR (úti)

Vjekoslav Svadumovic fyrir tvö gul spjöld á 39. og 39. mínútu

Dómari: Garðar Örn Hinriksson

Tími: 51 mínúta, ÍA tapaði honum 0-1

9. umferð, 30. júní KR (úti)

Bjarni Guðjónsson fyrir tvö gul spjöld á 45. og 69. mínútu

Dómari: Garðar Örn Hinriksson

Tími tveimur færri: 21 mínúta, fór 0-0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×