Íslenski boltinn

Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband)

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA.

„Ég stend við þetta allt saman," sagði Garðar. „Ég er búinn að skoða þetta í sjónvarpi og myndi engu breyta."

Í myndbrotinu sem fylgir þessari frétt má sjá bæði brotin sem leiddu til þess að Vjekoslav Svadumovic og Bjarni Guðjónsson fengu að líta rauða spjaldið.

Garðar staðfesti að Svadumovic hafi fyrst fengið áminningu fyrir að brjóta á Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR. Hann hafi svo fengið aðra áminningu fyrir mótmæli og þar með rautt spjald.

Bjarni Guðjónsson fékk fyrra gula spjaldið sitt fyrir mótmæli eftir að KR skoraði síðara mark sitt í leiknum. Það síðara má sjá á myndskeiðinu. Garðar dæmdi hann brotlegan fyrir peysutog í viðskiptum sínum við Viktor Bjarka Arnarsson.




Tengdar fréttir

Garðar: Dómarar hata ekki ÍA

Garðar Örn Hinriksson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í leik KR og ÍA í gær.

Heimir og Pétur ósammála um meint brot

Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum.

Guðjón: Ég vorkenni svona fólki

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum.

Láðist að setja upp borðann

Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær.

Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar

ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur.

Stefán Logi: Algert óviljaverk

Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×