Innlent

Geir og Þorgerður vilja ekki Vilhjálm sem oddvita

Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið nógu af ruglinu í kringum Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og vill fá nýjan oddvita í Reykjavík.
Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins hefur fengið nógu af ruglinu í kringum Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og vill fá nýjan oddvita í Reykjavík.

Hvorki Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði áfram oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta herma heimildir Vísis úr innsta valdakjarna flokksins.

Heimildir Vísis herma að bæði Geir og Þorgerður Katrín vilji að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem var önnur á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, taki við oddvitastöðunni af Vilhjálmi Þ.

Vandamál flokksforystunnar er hins vegar það að nær allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa á undanförnum dögum lýst yfir stuðningi við Vilhjálm. Kjósi hann að sitja áfram sem oddviti og þá verðandi borgarstjóri þvert gegn vilja Geirs og Þorgerðar getur hann það á meðan hann hefur stuðning borgarfulltrúanna.

Heimildir Vísis herma að Vilhjálmur og Geir muni hittast í dag og eftir þann fund muni koma í ljós hvaða ákvörðun Vilhjálmur tekur varðandi framtíð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×