Íslenski boltinn

FH vann eftir að hafa lent tveimur mörkum undir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik FH gegn Fram í Landsbankadeildinni.
Úr leik FH gegn Fram í Landsbankadeildinni.

FH vann í kvöld 3-2 sigur á Grevenmacher frá Lúxemborg í forkeppni Evrópukeppni félagsliða.

Leikurinn fór fram á Kaplakrikavelli en þetta var fyrri viðureign þessara liða.

Gestirnir fengu óskabyrjun og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir 25 mínútna leik. Fyrir hálfleik náðu FH-ingar þó að minnka muninn eftir umdeildan vítaspyrnudóm en Tryggvi Guðmundsson tók spyrnuna og skoraði.

Arnar Gunnlaugsson jafnaði síðan fyrir FH-inga en sigurmarkið kom á 65. mínútu. Tryggvi Guðmundsson skoraði það. Síðari leikurinn verður fimmtudaginn 31. júlí í Lúxemborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×