Innlent

Egill Helgason átti leið framhjá mótmælunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Egill Helgason.
Egill Helgason.

„Ég á heima í næstu götu. Gekk þarna fram hjá eins og endranær með syni mínum á leið til að kaupa flugelda. Staldraði við í sirka fimm mínútur. Talaði við nokkra kunningja mína sem áttu líka leið framhjá. Lét í ljósi þá skoðun mína að fólk sé eðlilega reitt út í ríkisstjórn Íslands. Það var nú alltof sumt," segir Egill Helgason, spjallþáttastjórnandi á Ríkissjónvarpinu.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, umsjónarmaður Kryddsíldarinnar, sagði í samtali við Vísi áðan að þegar verið var að eyðileggja útsendingu Kryddsíldarinnar á Stöð 2 hafi ýmsir menn staðið fyrir utan og hlakkað í þeim. Þar á meðal hafi verið einn þekktur spjallþáttastjórnandi hjá Ríkisútvarpinu.

Egill hafnar þessu algerlega en vildi ekki láta hafa annað eftir sér um málið. Hann lét fylgja eftirfarandi kveðju til blaðamanns. „Ég hef reyndar séð til þín áður. Þú ert afskaplega óvandaður fjölmiðlamaður - lélegur. En ég vil að þú birtir þetta og hengir ekkert aftan við þetta. Þetta er bara beint kvót í mig og ég vil ekki að þú hengir neitt aftan við þetta á þessum ómerkilega vef þínum," sagði Egill. Að þessari kveðju lokinni skellti Egill á.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×