Innlent

Fagna tillögu um transfitusýrur

MYND/Hilmar Þór

Neytendasamtökin fagna því að þingmenn úr öllum flokkum hafi lagt fram þingsályktunartillögu sem lýtur að transfitusýrum.

Samkvæmt henni á að fela sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að undirbúa reglur um hámarksmagn viðbættra transfitusýra í matvælum. Á heimasíðu Neytendasamtakanna er bent á að samtökin hafi um árabil fjallað um skaðsemi transfitusýra en eins og staðan sé nú sé næsta vonlaust fyrir neytendur að vita hvort og hversu mikið magn transfitusýra er í hinum ýmsu matvælum.

Bent er á að danska þingið hafi fyrir fimm árum sett lög um transfitusýrur. Nú fimm árum síðar sé málið komið inn á Alþingi Íslendinga og hvetja Neytendasamtökin íslensk stjórnvöld til að fylgja fordæmi Dana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×