Enski boltinn

Owen skuldar Newcastle eitt tímabil

Elvar Geir Magnússon skrifar
Owen í leik fyrr í þessum mánuði.
Owen í leik fyrr í þessum mánuði.

Freddy Shepherd, fyrrum stjórnarformaður Newcastle, telur að Michael Owen skuldi félaginu allavega eitt tímabil í viðbót. Óvissa ríkir um framtíð Owen og ætlar leikmaðurinn að taka ákvörðun í lok tímabilsins.

Shepherd var við störf þegar Owen var keyptur frá Real Madrid á 17 milljónir punda 2005. Þessi 29 ára ára sóknarmaður getur farið á frjálsri sölu næsta sumar.

Owen hefur verið að glíma við erfið meiðsli síðan hann kom til Newcastle. Shepherd telur að hann eigi að vera allavega eitt tímabil til viðbótar hjá félaginu til að launa því það traust sem hann hefur fengið.

„Hann hefur oft verið meiddur síðan ég keypti hann. Hann ætti að muna hvað félagið hefur verið gert fyrir hann, sérstaklega eftir meiðslin á HM 2006. Við gerðum allt til að hann fengi bestu mögulegu meðhöndlun," sagði Shepherd. „Þrátt fyrir að hann hafi ekki mikið getað spilað vegna sífelldra meiðsla hefur hann verið á góðum launum frá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×